Þrjú börn hafa flúið Úkraínu hingað án forráðamanns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. mars 2022 22:31 Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra. Þrjú börn frá Úkraínu eru í umsjón barnaverndarnefnda eftir að þau komu án forráðamanna til landsins. Eftirlit hefur verið aukið á landamærunum vegna aukinnar hættu á mansali með flóttafólk. Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 377 einstaklingar frá landinu sótt um vernd hér á landi. Á næstu vikum er búist við 400 til 900 manns til viðbótar . Alþjóðlegaflóttamannastofnunin hefur uppfært áætlun sína um fjölda þeirra sem talin er að muni flýja átökin í fimm milljónir en áður var áætlað að hann yrði um fjórar milljónir. Samfara auknum flóttamannastraumi hafa komið upp tilfelli mansals aðalega í Póllandi þar sem 3,4 milljónir hafa þegar flúið til. „Það eru farnar að koma staðfestingar á því að slík mál hafi komið upp erlendis,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra „Það eru þegar óprúttnir aðilar eru sannarlega að nýta sér neyð þessa fólks.“ Jón Pétur segir mikilvægt að fólk viti af þessari hættu. „Við þurfum öll að vera á varðbergi gagnvart þessu þegar kemur að smygli á fólki og mansali. Ég veit til dæmis flugrekstraraðilar hafa brýnt fyrir sínu fólki að þekkja einkenni mansals, og ég veit líka að Isavia hefur gert það gagnvart sínu starfsfólki sem starfar í flugstöðinni,“ segir Jón Pétur. Hann segir að ekkert slíkt tilvik hafi komið upp hér enn sem komið er, en hins vegar séu þrjú börn í umsjón barnaverndarnefnda þar sem þau hafi komið hingað frá Úkraínu án forráðamanna. Eitt hafi komið á eigin vegum en hin tvö í fylgd með fullorðnum einstaklingum. „Barnaverndaryfirvöld í Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og Hafnarfirði hafa komið að þeim málum og eru að hjálpa okkur að vinna í því,“ segir Jón Pétur. Málin séu í rannsókn. „Ef að eitthvað greinist sem er ólögmætt á bak við þetta þá stígur lögregla inn í það.“ Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Hafnarfjörður Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 377 einstaklingar frá landinu sótt um vernd hér á landi. Á næstu vikum er búist við 400 til 900 manns til viðbótar . Alþjóðlegaflóttamannastofnunin hefur uppfært áætlun sína um fjölda þeirra sem talin er að muni flýja átökin í fimm milljónir en áður var áætlað að hann yrði um fjórar milljónir. Samfara auknum flóttamannastraumi hafa komið upp tilfelli mansals aðalega í Póllandi þar sem 3,4 milljónir hafa þegar flúið til. „Það eru farnar að koma staðfestingar á því að slík mál hafi komið upp erlendis,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra „Það eru þegar óprúttnir aðilar eru sannarlega að nýta sér neyð þessa fólks.“ Jón Pétur segir mikilvægt að fólk viti af þessari hættu. „Við þurfum öll að vera á varðbergi gagnvart þessu þegar kemur að smygli á fólki og mansali. Ég veit til dæmis flugrekstraraðilar hafa brýnt fyrir sínu fólki að þekkja einkenni mansals, og ég veit líka að Isavia hefur gert það gagnvart sínu starfsfólki sem starfar í flugstöðinni,“ segir Jón Pétur. Hann segir að ekkert slíkt tilvik hafi komið upp hér enn sem komið er, en hins vegar séu þrjú börn í umsjón barnaverndarnefnda þar sem þau hafi komið hingað frá Úkraínu án forráðamanna. Eitt hafi komið á eigin vegum en hin tvö í fylgd með fullorðnum einstaklingum. „Barnaverndaryfirvöld í Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og Hafnarfirði hafa komið að þeim málum og eru að hjálpa okkur að vinna í því,“ segir Jón Pétur. Málin séu í rannsókn. „Ef að eitthvað greinist sem er ólögmætt á bak við þetta þá stígur lögregla inn í það.“
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Hafnarfjörður Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01