Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2022 21:14 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg. Egill Aðalsteinsson Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var Borgarverk sem hóf endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit haustið 2020 með sjö kílómetra kafla í Gufufirði. Þverun Þorskafjarðar hófst svo síðastliðið vor en þann hluta annast Suðurverk en Eykt smíðar sjálfa brúna. Og í dag voru tilboð opnuð hjá Vegagerðinni í lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Lægsta boðið, frá Borgarverki, var upp á 1.235 milljónir króna eða 86 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 1.430 milljónir króna. Tilboð Norðurtaks og Skútabergs frá Akureyri var litlu hærra. Tilboð Suðurverks og Íslenskra aðalverktaka reyndust hins vegar bæði yfir áætlun. Fjögur tilboð bárust í verkið. Tvö reyndust undir áætluðum verktakakostnaði.Grafík/Kristján Jónsson „Þetta leggst mjög vel í okkur. Mér líst mjög vel á þetta verk. Þetta á eftir að verða skemmtilegt,“ segir lægstbjóðandinn Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. -Hvenær sjáið þið fyrir ykkur, ef þið fáið verkið, að þið munið byrja? „Það er í raun og veru bara eftir tvo þrjá mánuði, eitthvað svoleiðis. Það mun taka svona mánuð að ganga frá samningum. Og svo þarf að græja tæki vestur.“ Og kveðst ekki í vafa um að þeir fái verkið. „Verkið er upp á tólfhundruð milljónir. Fyrirtækið veltir á ári nærri fjórfalt þeirri upphæð. Þannig að ég tel okkur ráða auðveldlega við þetta,“ segir Óskar. Borgarverksmenn að störfum í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes.Egill Aðalsteinsson Þessi áfangi nær milli Hallsteinsness og Þórisstaða í utanverðum Þorskafirði og á hann að klárast haustið 2023. Óskar gerir ráð fyrir að vera með 15 til 20 manns að jafnaði í verkinu og að vinnubúðir verði á Hallsteinsnesi. -Þú býst ekki við að það verði fólk sem hlekki sig við ýturnar hjá ykkur? „Nei, nei. Ég held að sá tími sé liðinn. Það er búið að ákveða að fara í verkið og þá einhenda sér allir um það - vona ég,“ svarar framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var Borgarverk sem hóf endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit haustið 2020 með sjö kílómetra kafla í Gufufirði. Þverun Þorskafjarðar hófst svo síðastliðið vor en þann hluta annast Suðurverk en Eykt smíðar sjálfa brúna. Og í dag voru tilboð opnuð hjá Vegagerðinni í lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Lægsta boðið, frá Borgarverki, var upp á 1.235 milljónir króna eða 86 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 1.430 milljónir króna. Tilboð Norðurtaks og Skútabergs frá Akureyri var litlu hærra. Tilboð Suðurverks og Íslenskra aðalverktaka reyndust hins vegar bæði yfir áætlun. Fjögur tilboð bárust í verkið. Tvö reyndust undir áætluðum verktakakostnaði.Grafík/Kristján Jónsson „Þetta leggst mjög vel í okkur. Mér líst mjög vel á þetta verk. Þetta á eftir að verða skemmtilegt,“ segir lægstbjóðandinn Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. -Hvenær sjáið þið fyrir ykkur, ef þið fáið verkið, að þið munið byrja? „Það er í raun og veru bara eftir tvo þrjá mánuði, eitthvað svoleiðis. Það mun taka svona mánuð að ganga frá samningum. Og svo þarf að græja tæki vestur.“ Og kveðst ekki í vafa um að þeir fái verkið. „Verkið er upp á tólfhundruð milljónir. Fyrirtækið veltir á ári nærri fjórfalt þeirri upphæð. Þannig að ég tel okkur ráða auðveldlega við þetta,“ segir Óskar. Borgarverksmenn að störfum í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes.Egill Aðalsteinsson Þessi áfangi nær milli Hallsteinsness og Þórisstaða í utanverðum Þorskafirði og á hann að klárast haustið 2023. Óskar gerir ráð fyrir að vera með 15 til 20 manns að jafnaði í verkinu og að vinnubúðir verði á Hallsteinsnesi. -Þú býst ekki við að það verði fólk sem hlekki sig við ýturnar hjá ykkur? „Nei, nei. Ég held að sá tími sé liðinn. Það er búið að ákveða að fara í verkið og þá einhenda sér allir um það - vona ég,“ svarar framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12