Viðskipti innlent

Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg

Kristján Már Unnarsson skrifar
Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja. Þorskafjörður á vinstri hönd.
Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja. Þorskafjörður á vinstri hönd. Vegagerðin

Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna.

Fjórir verktakar buðu í verkið. Næstlægsta boð reyndist átta milljónum króna hærra, kom frá Norðurtaki ehf. og Skútabergi ehf., Akureyri, upp á 1.243 milljónir króna, eða 86,9 prósent af kostnaðaráætlun, samkvæmt upplýsingum frá Gísla Gíslasyni, verkefnastjóra hjá Vegagerðinni.

Tvö tilboðanna reyndust yfir áætluðum verktakakostnaði. Suðurverk hf., Kópavogi, bauðst til að vinna verkið fyrir 1.479 milljónir króna og Íslenskir aðalverktakar hf. buðu 1.755 milljónir króna, sem reyndist langhæsta boðið, 23 prósent yfir áætlun.

Kaflinn sem núna var boðinn út liggur um utanverðan Þorskafjörð, milli Þórisstaða og Hallsteinsness, og er nærri ellefu kílómetra langur. Þessum verkáfanga skal að fullu lokið 15. október 2023.

Fjallað var um útboðið í frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði:


Tengdar fréttir

Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit

Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Verkefnisstjórinn býst ekki við mótmælum í Teigsskógi

Verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit býst ekki við að mótmælendur hlekki sig við jarðýtur þegar vegagerð hefst um Teigsskóg. Búið sé að fara vel yfir málið og verkið verði unnið í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og sveitarfélagið Reykhólahrepp.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.