Gagnrýnir áform um fækkun sýslumannsembætta Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 20:07 Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Framsóknar gagnrýnir harðlega fyrirætlanir dómsmálaráðherra að fækka sýslumannsembættum í eitt. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála,“ segir hann. Líneik Anna Sævarsdóttir efast um ágæti áforma Jón Gunnarssonar dómsmálaráherra að fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt og bendir á að hvergi sé minnst á þær róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Flokkur Líneikar, Framsóknarflokkurinn, er einmitt í ríkisstjórn með flokki dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokknum. Þetta segir Líneik í skoðanagrein sem hún birti hér á Vísi í kvöld. Líneik Anna segir embætti sýslumanna vera gamalgrónar og traustar stofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þeim hafi verið falið að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. „Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna,“ segir hún. Frekar eiga að efla embættin en að fækka þeim Líneik Anna segir að stjórnvöld eigi frekar að leggj allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu svo unnt sé að færa fleiri stjórnsýsluverkefni til embætta sýslumanna um land allt. Með lögum árið 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu og var lögunum ætlað að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu tekið að sér aukin verkefni, að sögn Líneikar. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu,“ segir hún. Auk þess hafi komið fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum hafi rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki verið í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hafi verið hæg en ljóst sé að hún geti leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Því eigi stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Dreifing verkefna tryggi aðlaðandi starfsumhverfi Líneik segir að með sérhæfingu og dreifingu stjórnsýsluverkefna um landið sé hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi í sýslumannsembættum um land allt, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Því vill Líneik að stjórnvöld leggi áherslu á að efla embættin frekar en að breyta lögum til að fækka þeim. Það verði í fyrsta lagi eftir fjögur til sex ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðarskipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði. „Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að,“ segir Líneik Anna að lokum. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir efast um ágæti áforma Jón Gunnarssonar dómsmálaráherra að fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt og bendir á að hvergi sé minnst á þær róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Flokkur Líneikar, Framsóknarflokkurinn, er einmitt í ríkisstjórn með flokki dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokknum. Þetta segir Líneik í skoðanagrein sem hún birti hér á Vísi í kvöld. Líneik Anna segir embætti sýslumanna vera gamalgrónar og traustar stofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þeim hafi verið falið að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. „Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna,“ segir hún. Frekar eiga að efla embættin en að fækka þeim Líneik Anna segir að stjórnvöld eigi frekar að leggj allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu svo unnt sé að færa fleiri stjórnsýsluverkefni til embætta sýslumanna um land allt. Með lögum árið 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu og var lögunum ætlað að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu tekið að sér aukin verkefni, að sögn Líneikar. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu,“ segir hún. Auk þess hafi komið fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum hafi rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki verið í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hafi verið hæg en ljóst sé að hún geti leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Því eigi stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Dreifing verkefna tryggi aðlaðandi starfsumhverfi Líneik segir að með sérhæfingu og dreifingu stjórnsýsluverkefna um landið sé hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi í sýslumannsembættum um land allt, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Því vill Líneik að stjórnvöld leggi áherslu á að efla embættin frekar en að breyta lögum til að fækka þeim. Það verði í fyrsta lagi eftir fjögur til sex ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðarskipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði. „Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að,“ segir Líneik Anna að lokum.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira