Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. mars 2022 17:53 Hluta skólans verður lokað vegna myglu. Kópavogsbær Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að hluti Fannborgar 2, sem áður hýsti bæjarskrifstofurnar, verði nýttur undir kennslu líkt og gert var þegar rýma þurfti Kársnesskóla vorið 2017. Nemendur 6. til 10. bekkjar, sem eru um 170 talsins, muni mæta þangað, en ekki kemur fram hversu lengi sú ráðstöfun varir, þó stefnt sé að því að framkvæmdum í skólanum ljúki áður en skóli verður settur aftur í haust. „Farið var í víðtæka sýnatöku í miðálmu Kópavogsskóla eftir að mygla greindist í einni stofu í janúar síðastliðnum og lá niðurstaða sýnatökunnar fyrir síðdegis í gær. Þrálát lekavandamál hafa verið á suðurhlið Kópavogsskóla og eru rakaskemmdir frá fyrri tíð komnar í ljós en tvö ár eru síðan suðurhliðin var einangruð að utan. Framkvæmdir hefjast eins fljótt og auðið er og er stefnt að því að þeim verði lokið áður en skóli hefst á ný í ágúst,“ segir í tilkynningu bæjarins. Viðgerðir muni felast í því að múrhúð og einangrun innanvert á suðurhlið skólans verði fjarlægð, yfirborð steinsteypu hreinsað, einangrað og múrhúðað upp á nýtt. Þá verði gólfefni í öllum stofum endurnýjuð, bæði á suðurhlið skólans og þar sem vart hefur orðið við raka við skil útbyggingar á norðurhlið. Þá segir að fundað hafi verið með starfsfólki skólans í dag og það upplýst um stöðu mála, eins hafi upplýsingum verið komið áleiðis til foreldra barna í skólanum, sem telur alls um 390 börn á öllum grunnskólastigum. Kópavogur Mygla Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að hluti Fannborgar 2, sem áður hýsti bæjarskrifstofurnar, verði nýttur undir kennslu líkt og gert var þegar rýma þurfti Kársnesskóla vorið 2017. Nemendur 6. til 10. bekkjar, sem eru um 170 talsins, muni mæta þangað, en ekki kemur fram hversu lengi sú ráðstöfun varir, þó stefnt sé að því að framkvæmdum í skólanum ljúki áður en skóli verður settur aftur í haust. „Farið var í víðtæka sýnatöku í miðálmu Kópavogsskóla eftir að mygla greindist í einni stofu í janúar síðastliðnum og lá niðurstaða sýnatökunnar fyrir síðdegis í gær. Þrálát lekavandamál hafa verið á suðurhlið Kópavogsskóla og eru rakaskemmdir frá fyrri tíð komnar í ljós en tvö ár eru síðan suðurhliðin var einangruð að utan. Framkvæmdir hefjast eins fljótt og auðið er og er stefnt að því að þeim verði lokið áður en skóli hefst á ný í ágúst,“ segir í tilkynningu bæjarins. Viðgerðir muni felast í því að múrhúð og einangrun innanvert á suðurhlið skólans verði fjarlægð, yfirborð steinsteypu hreinsað, einangrað og múrhúðað upp á nýtt. Þá verði gólfefni í öllum stofum endurnýjuð, bæði á suðurhlið skólans og þar sem vart hefur orðið við raka við skil útbyggingar á norðurhlið. Þá segir að fundað hafi verið með starfsfólki skólans í dag og það upplýst um stöðu mála, eins hafi upplýsingum verið komið áleiðis til foreldra barna í skólanum, sem telur alls um 390 börn á öllum grunnskólastigum.
Kópavogur Mygla Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira