Innlent

Úkraínsk börn á leið til Ís­lands stranda­glópar í Var­sjá

Smári Jökull Jónsson skrifar
Umræður og atkvæðagreiðsla um frumvarp um þungunarrof
Umræður og atkvæðagreiðsla um frumvarp um þungunarrof Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Úkraínsk börn og mæður þeirra, sem voru á leið til Íslands, urðu eftir á flugvellinum í Varsjá í Póllandi vegna skorts á vegabréfum. Helga Vala Helgadóttir segir í pistli á Facebook að stjórnvöld hefðu átt að laga vandamálið í síðustu viku.

Í pistlinum, sem Helga Vala birtir á Facebook, kemur fram að lítil úkraínsk börn hafi ekki fengið að fara um borð í flug í Varsjá vegna skorts á vegabréfum. Engu hafi skipt þó mæður þeirra séu með fæðingarvottorð barnanna og með þau skráð í vegabréf. Hún segir þetta eitthvað sem stjórnvöld hafi átt að laga í síðustu viku.

„Margir dagar á flótta, tenging við Ísland og stuðningsnet en börn á fyrsta aldursári strandaglópar á flugvelli í Varsjá.“

Hún sendi út ákall á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að bjarga málunum á næstu klukkustund en bætir svo við í uppfærslu neðst í pistlinum að þrátt fyrir að allir hafi verið ræstir út þá hafi börnin og mæður þeirra verið skilin eftir á flugvellinum.

„Þau vita ekki hvað tekur við eða hvort þau þurfa að yfirgefa flugvöllinn. Þau hafa tapað öllum flugmiðunum og vita ekki sitt rjúkandi ráð.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×