Mesta bikarþurrð Man Utd í 40 ár Atli Arason skrifar 16. mars 2022 18:32 Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, þarf að bíða lengur eftir því að lyfta bikar. EPA-EFE/ANDREW YATES Manchester United féll í gær úr leik í Mestaradeildinni eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum. Með tapinu er nánast ljóst að Manchester United mun ekki vinna bikar á þessu tímabili en United vann síðast bikar árið 2017. Næsti bikar sem Manchester United getur unnið er deildarbikar næsta tímabils en sá úrslitaleikur verður spilaður í febrúar 2023. Verður þetta því mesta bikarþurrð Manchester United í fjóra áratugi, eða síðan 1983. Þá varð liðið að bíða í 6 ár á milli titla þegar þeir unnu FA bikarinn árið 1977 og svo aftur árið 1983. Liðið hafði áður fallið úr leik í FA bikarnum eftir tap gegn Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í febrúar síðastliðnum ásamt því að tapa gegn West Ham í þriðju umferð deildarbikarsins seint á síðasta ári. Eina keppnin sem Manchester United er enn þá þátttakandi í er Úrvalsdeildin en þar er liðið 20 stigum á eftir grönnum sínum í Manchester City þegar 9 leikir eru eftir. Það verður því að teljast afar ólíklegt að Manchester United eigi möguleika á að sækja Englandsmeistaratitilinn. Old Trafford.Where dreams come true pic.twitter.com/kA7KPePtFV— Atlético de Madrid (@atletienglish) March 15, 2022 Síðasti bikarinn sem Manchester United vann var Evrópudeildin undir stjórn Jose Mourinho árið 2017 en Mourinho er sigursælasti knattspyrnustjóri United eftir tíma Sir Alex Ferguson. Liðið naut mikillar velgengni undir stjórn Ferguson. Á þeim 27 árum sem liðið var undir hans stjórn vann Manchester United 38 bikara. Skotin lét af störfum sem knattspyrnustjóri liðsins árið 2013 en síðan þá hefur liðið aðeins unnið fimm bikara, FA bikarinn, deildarbikarinn, Evrópudeildina og góðgerðarskjöldinn tvisvar. Mourinho was the last Man United manager to win a trophy, and he won three in a season 🏆🏆🏆 pic.twitter.com/yVa6lw7Nd3— ESPN UK (@ESPNUK) March 16, 2022 Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira
Næsti bikar sem Manchester United getur unnið er deildarbikar næsta tímabils en sá úrslitaleikur verður spilaður í febrúar 2023. Verður þetta því mesta bikarþurrð Manchester United í fjóra áratugi, eða síðan 1983. Þá varð liðið að bíða í 6 ár á milli titla þegar þeir unnu FA bikarinn árið 1977 og svo aftur árið 1983. Liðið hafði áður fallið úr leik í FA bikarnum eftir tap gegn Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í febrúar síðastliðnum ásamt því að tapa gegn West Ham í þriðju umferð deildarbikarsins seint á síðasta ári. Eina keppnin sem Manchester United er enn þá þátttakandi í er Úrvalsdeildin en þar er liðið 20 stigum á eftir grönnum sínum í Manchester City þegar 9 leikir eru eftir. Það verður því að teljast afar ólíklegt að Manchester United eigi möguleika á að sækja Englandsmeistaratitilinn. Old Trafford.Where dreams come true pic.twitter.com/kA7KPePtFV— Atlético de Madrid (@atletienglish) March 15, 2022 Síðasti bikarinn sem Manchester United vann var Evrópudeildin undir stjórn Jose Mourinho árið 2017 en Mourinho er sigursælasti knattspyrnustjóri United eftir tíma Sir Alex Ferguson. Liðið naut mikillar velgengni undir stjórn Ferguson. Á þeim 27 árum sem liðið var undir hans stjórn vann Manchester United 38 bikara. Skotin lét af störfum sem knattspyrnustjóri liðsins árið 2013 en síðan þá hefur liðið aðeins unnið fimm bikara, FA bikarinn, deildarbikarinn, Evrópudeildina og góðgerðarskjöldinn tvisvar. Mourinho was the last Man United manager to win a trophy, and he won three in a season 🏆🏆🏆 pic.twitter.com/yVa6lw7Nd3— ESPN UK (@ESPNUK) March 16, 2022
Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira