Allra síðasti séns í dag að fá EM-miða í stuðningsmannahólf íslenska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 09:30 Berglind Björg Þorvaldóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagna marki gegn Tékklandi í október Vísir/Hulda Margrét Miðar á EM-leiki íslensku stelpnanna á móti gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester hafa selst fljótt upp en í dag er síðasti möguleikinn á að ná sér í svokallaða DOTTIR miða á EM 2022. Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð og það er mikill áhugi á ungu og spennandi íslensku liði í sumar. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að síðustu miðarnir í stuðningsmannahólf íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi fari í sölu klukkan tíu í dag. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR-miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR-miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. UEFA hefur nú útvegað fleiri DOTTIR-miða í sölu til stuðningsmanna Íslands en þetta eru miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR-miða á hvern og einn af leikjunum þremur í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miða á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR-miðum opnar á miðasöluvef UEFA í dag klukkan 10.00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10.00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig DOTTIR miðar eru keyptir. Fyrsta skrefið er að búa til notandaaðgang að miðasöluvef UEFA - fylgið síðan leiðbeiningunum hér að neðan. Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new) EM 2022 í Englandi Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð og það er mikill áhugi á ungu og spennandi íslensku liði í sumar. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að síðustu miðarnir í stuðningsmannahólf íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi fari í sölu klukkan tíu í dag. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR-miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR-miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. UEFA hefur nú útvegað fleiri DOTTIR-miða í sölu til stuðningsmanna Íslands en þetta eru miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR-miða á hvern og einn af leikjunum þremur í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miða á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR-miðum opnar á miðasöluvef UEFA í dag klukkan 10.00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10.00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig DOTTIR miðar eru keyptir. Fyrsta skrefið er að búa til notandaaðgang að miðasöluvef UEFA - fylgið síðan leiðbeiningunum hér að neðan. Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new)
Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new)
EM 2022 í Englandi Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira