Fótbolti

Heimavöllur Barcelona fær nýtt nafn eftir risasamning við Spotify

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Völlurinn sem fær nafn Spotify. Tímamót hjá Börsungum.
Völlurinn sem fær nafn Spotify. Tímamót hjá Börsungum. vísir/getty

Spænska knattspyrnustórveldið Barcelona hefur samþykkt nýjan styrktarsamning við streymisveituna Spotify sem hljóðar upp á 235 milljónir punda, sem samsvarar tæplega 41 milljarði íslenskra króna.

Samningurinn tekur gildi í júlí, að því gefnu að hann verði samþykktur á aukafulltrúaþingi félagsins, og mun gilda í fjögur ár.

Á meðan samningurinn er í gildi munu bæði karla- og kvennalið félagsins bera merki Spotify framan á búningum sínum. Þá mun leikvangur félagsins bera nafnið Spotify Camp Nou, í staðinn fyrir einfaldlega Camp Nou eins og hann heitir núna.

Þetta verður í fyrsta skipti í sögunni sem þessi sögufrægi leikvangur mun bera nafn styrktaraðila, en Börsungar segja að samningurinn sé einstakur og að hann muni leitast við að færa saman heima fótbolta og tónlistar.


Tengdar fréttir

Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd

Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.