Fótbolti

Sjáðu hvernig Sveindís Jane skoraði tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir hafði ástæðu til að brosa eftir leik helgarinnar.
Sveindís Jane Jónsdóttir hafði ástæðu til að brosa eftir leik helgarinnar. Vísir/Vilhelm

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er búin að taka mjög stórt skref á sínum ferli með því að skipta yfir í þýska stórliðið Wolfsburg. Hún syndi sig og sannaði um helgina.

Sveindís Jane hafði ekki fengið að byrja leik hjá Wolfsburg síðan hún kom til Þýskalands en það breyttist í síðasta leik sem var á móti FC Köln.

Sveindís fékk tækifærið í byrjunarliðinu og nýtti það frábærlega. Hún skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum.

Í bæði skiptin var Sveindís rétt kona á réttum stað og var fljótust að átta sig. Mörkin hennar komu á 21. og 33. mínútur og komu hennar liði í 2-0.

Sveindís spilaði aðeins fyrri hálfleikinn en staðan var 3-0 í hálfleik og úrslitin í raun ráðin.

Wolfsburg vann leikinn á endanum 5-1 og er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Bayern München. Wolfsburg á líka leik inni en það stefnir í harða baráttu um meistaratitilinn.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum og þar á meðal mörkin hennar Sveindísar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.