Nova vill styðja manninn sem vildi ekki birtast nakinn á skjám landsmanna Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2022 14:28 Skjáskot úr auglýsingu Nova, Allir úr en auglýsingin vakti mikla athygli á sínum tíma. Hins vegar varð misskilningur einhvers staðar á leiðinni, einn maður birtist berstrípaður gegn vilja sínum. Hann hefur nú stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingarinnar. skjáskot Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis um mann sem hefur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir fyrirtækið en þar birtist hann nakinn gegn vilja sínum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur maður nokkur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir Nova. En þar birtist hann, gegn vilja sínum, nakinn. Vísir reyndi í morgun að ná tali af Margréti Tryggvadóttur skemmtanastjóra Nova vegna málsins en blaðamaður og hún fórust á mis. En hún hefur nú sent frá sér yfirlýsing vegna málsins. Vert er að taka fram að Nova er ekki stefnt í málinu sem um ræðir. „Nova þykir afar leitt að þátttaka manns, sem ráðinn var til að koma fram í auglýsingu fyrir „Allir úr“-herferðina, hafi valdið honum vanlíðan í kjölfarið. Nova hefur lagt sig fram um að leggja andlegu heilbrigði lið og þegar upplýsingar bárust um málið þá voru gerðar ráðstafanir til að stöðva frekari birtingar á auglýsingunni þar sem maðurinn kom fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingu Nova kemur fram að þegar vanlíðan mannsins lá fyrir hafi verið gert allt til að stöðva birtingar þeirra auglýsinga hvar manninum bregður fyrir.Foto: Hanna Andrésdóttir Þar er þess jafnframt getið að við undirbúning auglýsingarinnar var sérstaklega óskað eftir fólki sem væri tilbúið að koma nakið fram: „Var tilgangur herferðarinnar að hluta að vekja athygli á mikilvægi líkamsvirðingar.“ Hvar misskilningurinn lá liggur hins vegar ekki fyrir. En Nova segist vilja styðja viðkomandi með ráðum og dáð: „Nova hyggst leita leiða til að koma til móts við manninn og styðja hann, hvort sem það er með greiðslu fyrir sálfræðiþjónustu eða öðrum hætti,“ segir að lokum í yfirlýsingunni sem Margrét ritar undir fyrir hönd fyrirtækisins. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur maður nokkur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir Nova. En þar birtist hann, gegn vilja sínum, nakinn. Vísir reyndi í morgun að ná tali af Margréti Tryggvadóttur skemmtanastjóra Nova vegna málsins en blaðamaður og hún fórust á mis. En hún hefur nú sent frá sér yfirlýsing vegna málsins. Vert er að taka fram að Nova er ekki stefnt í málinu sem um ræðir. „Nova þykir afar leitt að þátttaka manns, sem ráðinn var til að koma fram í auglýsingu fyrir „Allir úr“-herferðina, hafi valdið honum vanlíðan í kjölfarið. Nova hefur lagt sig fram um að leggja andlegu heilbrigði lið og þegar upplýsingar bárust um málið þá voru gerðar ráðstafanir til að stöðva frekari birtingar á auglýsingunni þar sem maðurinn kom fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingu Nova kemur fram að þegar vanlíðan mannsins lá fyrir hafi verið gert allt til að stöðva birtingar þeirra auglýsinga hvar manninum bregður fyrir.Foto: Hanna Andrésdóttir Þar er þess jafnframt getið að við undirbúning auglýsingarinnar var sérstaklega óskað eftir fólki sem væri tilbúið að koma nakið fram: „Var tilgangur herferðarinnar að hluta að vekja athygli á mikilvægi líkamsvirðingar.“ Hvar misskilningurinn lá liggur hins vegar ekki fyrir. En Nova segist vilja styðja viðkomandi með ráðum og dáð: „Nova hyggst leita leiða til að koma til móts við manninn og styðja hann, hvort sem það er með greiðslu fyrir sálfræðiþjónustu eða öðrum hætti,“ segir að lokum í yfirlýsingunni sem Margrét ritar undir fyrir hönd fyrirtækisins.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira