Vill fá klukku á vegg Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2022 16:07 Tómas Tómasson vill geta fylgst með því hvernig tímanum líður, á vegg Alþingis. Vísir/Vilhelm Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. Þetta kom fram í ræðu Tómasar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann myndina af Jóni ágæta. „Ég legg til að þarna komi klukka, hugguleg klukka sem við getum horft á alltaf þegar maður vill alltaf vita hvað klukkan er,“ sagði Tómas og uppskar jákvæð viðbrögð úr salnum. Klukkan myndi sóma sér vel á veggnum beint á móti málverkinu af Jóni í hinum enda salarins. En það er klukka! Þingmaðurinn og Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur reyndar bent á, og greint frá því á sinni Facebooksíðu eftir að þessi frétt birtist, að það sé klukka í þingsalnum: „Það er klukka, beint fyrir framan ræðustólinn. Beint fyrir ofan hurðina.“ En þá ber til þess að líta að að Björn Leví hefur verið lengur á þingi en Tómas og þekkir sig betur í salnum. Tómas sagði einnig sögu af vinkonu sem skellti sér til Ítalíu í skíðaferð á dögunum. Dásamleg ferð en henni hefði blöskrað allir þeir pappírar sem hafa þyrfti meðferðis. Meðal annars trygging ef maður yrði valdur að slysi í skíðabrekkunum. Til að koma í veg fyrir að maður verði skaðabótaskyldur. Tómas segist hafa farið að hugsa. Málverkið af Jóni Sigurðssyni er lengst til hægri á myndinni. Tómas vill klukku á vegginn gegnt myndinni af Jóni.Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með dásamlegar flugbjörgunarsveitir úti um allt land, fólk sem er í sjálfboðavinnu. Við erum með Landhelgisgæslu sem er með þyrlur. Fari einhver maður upp á fjöll og lendir í ógöngum eru komnir kannski 50, 60, 70 einstaklingar með dýran útbúnað. Þetta kostar tugi milljóna að hjálpa fólki sem fer stundum og oft á tíðum í hálfgerðum óvitaskap upp á fjöll,“ sagði Tómas. Vill að björgunarsveitir fái einkarétt á sölu flugelda Stórt útkall var á Vatnajökli í gær þar sem ferðamönnum var komið til bjargar. Ekki er langt síðan bjarga þurfti tveimur öðrum skíðagönguköppum á jöklinum. Tómas leggur til að tekið verði til alvarlegrar skoðunar hvort ferðamenn sem komi til landsins, og ætli að njóta fjallamennsku og náttúru, þurfi ekki sjálfir að bera ábyrgð á ferðum sínum. „Af því að þetta er kostnaðarsamt. Ég legg líka til í leiðinni að allar björgunarsveitir fái einkasölu á flugeldum um áramót. Það er alveg út í hött að leyfa venjulegu fólki að flytja inn flugelda og taka aðaltekjulindirnar, frá bæði, íþróttafélögum og björgunarsveitum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Björgunarsveitir Flugeldar Flokkur fólksins Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Tómasar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann myndina af Jóni ágæta. „Ég legg til að þarna komi klukka, hugguleg klukka sem við getum horft á alltaf þegar maður vill alltaf vita hvað klukkan er,“ sagði Tómas og uppskar jákvæð viðbrögð úr salnum. Klukkan myndi sóma sér vel á veggnum beint á móti málverkinu af Jóni í hinum enda salarins. En það er klukka! Þingmaðurinn og Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur reyndar bent á, og greint frá því á sinni Facebooksíðu eftir að þessi frétt birtist, að það sé klukka í þingsalnum: „Það er klukka, beint fyrir framan ræðustólinn. Beint fyrir ofan hurðina.“ En þá ber til þess að líta að að Björn Leví hefur verið lengur á þingi en Tómas og þekkir sig betur í salnum. Tómas sagði einnig sögu af vinkonu sem skellti sér til Ítalíu í skíðaferð á dögunum. Dásamleg ferð en henni hefði blöskrað allir þeir pappírar sem hafa þyrfti meðferðis. Meðal annars trygging ef maður yrði valdur að slysi í skíðabrekkunum. Til að koma í veg fyrir að maður verði skaðabótaskyldur. Tómas segist hafa farið að hugsa. Málverkið af Jóni Sigurðssyni er lengst til hægri á myndinni. Tómas vill klukku á vegginn gegnt myndinni af Jóni.Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með dásamlegar flugbjörgunarsveitir úti um allt land, fólk sem er í sjálfboðavinnu. Við erum með Landhelgisgæslu sem er með þyrlur. Fari einhver maður upp á fjöll og lendir í ógöngum eru komnir kannski 50, 60, 70 einstaklingar með dýran útbúnað. Þetta kostar tugi milljóna að hjálpa fólki sem fer stundum og oft á tíðum í hálfgerðum óvitaskap upp á fjöll,“ sagði Tómas. Vill að björgunarsveitir fái einkarétt á sölu flugelda Stórt útkall var á Vatnajökli í gær þar sem ferðamönnum var komið til bjargar. Ekki er langt síðan bjarga þurfti tveimur öðrum skíðagönguköppum á jöklinum. Tómas leggur til að tekið verði til alvarlegrar skoðunar hvort ferðamenn sem komi til landsins, og ætli að njóta fjallamennsku og náttúru, þurfi ekki sjálfir að bera ábyrgð á ferðum sínum. „Af því að þetta er kostnaðarsamt. Ég legg líka til í leiðinni að allar björgunarsveitir fái einkasölu á flugeldum um áramót. Það er alveg út í hött að leyfa venjulegu fólki að flytja inn flugelda og taka aðaltekjulindirnar, frá bæði, íþróttafélögum og björgunarsveitum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Björgunarsveitir Flugeldar Flokkur fólksins Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira