Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2022 21:36 Ölfusborgir eru eitt af þeim sumarhúsasvæðum, sem Elliði sér fyrir sér, sem húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. Reiknað er með fjölda flóttamanna frá Úkraínu til Íslands sem eru á flótta vegna stríðsins. Þá koma strax vangaveltur um húsnæðismál, hvar fólkið eigi að búa á Íslandi. „Maður hefur heyrt að þetta verði fjögur til sex þúsund manns og þetta held ég að verði eitt af stærri verkefnum, sem sveitarfélögin hafa tekið í hvað þetta varðar. Það þarf að byrja á því að tryggja húsnæði og þar eiga sveitarfélögin erfitt með að gera eitthvað en að hjálpa til við að leita. Við eigum ekki íbúðarhúsnæði fyrir svona mikinn fjölda og flest sveitarfélög hafa ekkert húsnæði yfir að ráða, sem hægt er að grípa strax til,“ segir Elliði. Og þá kemur hugmyndin um alla sumarbústaði stéttarfélaga um land allt og þá nefnir Elliði, sem dæmi Ölfusborgir þar sem eru um 40 sumarhús. Elliði reiknar með fjögur til sex þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „ASÍ hefur stigið fram og skorað á kjarafélögin að leggja fram þau sumarhús, sem mögulegt er. Í Ölfusborgum erum við með klasa af sumarhúsum, sem liggja nærri þéttbýli, bæði hér í Ölfusi, Þorlákshöfn, Hveragerði og Árborg. Og ef til vill er hægt að koma þarna fyrir góðum hópi af flóttamönnum og þessi þrjú sveitarfélög gætu þá ef til vill tekið sig saman um að veita þessa mikilvægu þjónustu, sem fólkið þarf á að halda,“ bætir Elliði við. Elliði er sannfærður um að stéttarfélögin séu tilbúin að lána sína sumarbústaði til flóttafólks. „Já, mér finnst falleg orka í gangi á Íslandi þar sem allir vilja leggjast á eitt. Við tökum þetta nærri okkur, þetta er bæði viðskipta- og vinaþjóð okkar til langs tíma, þetta er fólk, sem við viljum allt hið besta, eins og heimurinn allur, þannig að ég held að allir leggist á eitt í þessu,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Elliði hvetur stéttarfélögin að lána sína sumarbústaði fyrir flóttafólk, bústaði, sem eru út um allt land í eigu félaganna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Innrás Rússa í Úkraínu Stéttarfélög Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Reiknað er með fjölda flóttamanna frá Úkraínu til Íslands sem eru á flótta vegna stríðsins. Þá koma strax vangaveltur um húsnæðismál, hvar fólkið eigi að búa á Íslandi. „Maður hefur heyrt að þetta verði fjögur til sex þúsund manns og þetta held ég að verði eitt af stærri verkefnum, sem sveitarfélögin hafa tekið í hvað þetta varðar. Það þarf að byrja á því að tryggja húsnæði og þar eiga sveitarfélögin erfitt með að gera eitthvað en að hjálpa til við að leita. Við eigum ekki íbúðarhúsnæði fyrir svona mikinn fjölda og flest sveitarfélög hafa ekkert húsnæði yfir að ráða, sem hægt er að grípa strax til,“ segir Elliði. Og þá kemur hugmyndin um alla sumarbústaði stéttarfélaga um land allt og þá nefnir Elliði, sem dæmi Ölfusborgir þar sem eru um 40 sumarhús. Elliði reiknar með fjögur til sex þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „ASÍ hefur stigið fram og skorað á kjarafélögin að leggja fram þau sumarhús, sem mögulegt er. Í Ölfusborgum erum við með klasa af sumarhúsum, sem liggja nærri þéttbýli, bæði hér í Ölfusi, Þorlákshöfn, Hveragerði og Árborg. Og ef til vill er hægt að koma þarna fyrir góðum hópi af flóttamönnum og þessi þrjú sveitarfélög gætu þá ef til vill tekið sig saman um að veita þessa mikilvægu þjónustu, sem fólkið þarf á að halda,“ bætir Elliði við. Elliði er sannfærður um að stéttarfélögin séu tilbúin að lána sína sumarbústaði til flóttafólks. „Já, mér finnst falleg orka í gangi á Íslandi þar sem allir vilja leggjast á eitt. Við tökum þetta nærri okkur, þetta er bæði viðskipta- og vinaþjóð okkar til langs tíma, þetta er fólk, sem við viljum allt hið besta, eins og heimurinn allur, þannig að ég held að allir leggist á eitt í þessu,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Elliði hvetur stéttarfélögin að lána sína sumarbústaði fyrir flóttafólk, bústaði, sem eru út um allt land í eigu félaganna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Innrás Rússa í Úkraínu Stéttarfélög Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira