Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2022 21:36 Ölfusborgir eru eitt af þeim sumarhúsasvæðum, sem Elliði sér fyrir sér, sem húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. Reiknað er með fjölda flóttamanna frá Úkraínu til Íslands sem eru á flótta vegna stríðsins. Þá koma strax vangaveltur um húsnæðismál, hvar fólkið eigi að búa á Íslandi. „Maður hefur heyrt að þetta verði fjögur til sex þúsund manns og þetta held ég að verði eitt af stærri verkefnum, sem sveitarfélögin hafa tekið í hvað þetta varðar. Það þarf að byrja á því að tryggja húsnæði og þar eiga sveitarfélögin erfitt með að gera eitthvað en að hjálpa til við að leita. Við eigum ekki íbúðarhúsnæði fyrir svona mikinn fjölda og flest sveitarfélög hafa ekkert húsnæði yfir að ráða, sem hægt er að grípa strax til,“ segir Elliði. Og þá kemur hugmyndin um alla sumarbústaði stéttarfélaga um land allt og þá nefnir Elliði, sem dæmi Ölfusborgir þar sem eru um 40 sumarhús. Elliði reiknar með fjögur til sex þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „ASÍ hefur stigið fram og skorað á kjarafélögin að leggja fram þau sumarhús, sem mögulegt er. Í Ölfusborgum erum við með klasa af sumarhúsum, sem liggja nærri þéttbýli, bæði hér í Ölfusi, Þorlákshöfn, Hveragerði og Árborg. Og ef til vill er hægt að koma þarna fyrir góðum hópi af flóttamönnum og þessi þrjú sveitarfélög gætu þá ef til vill tekið sig saman um að veita þessa mikilvægu þjónustu, sem fólkið þarf á að halda,“ bætir Elliði við. Elliði er sannfærður um að stéttarfélögin séu tilbúin að lána sína sumarbústaði til flóttafólks. „Já, mér finnst falleg orka í gangi á Íslandi þar sem allir vilja leggjast á eitt. Við tökum þetta nærri okkur, þetta er bæði viðskipta- og vinaþjóð okkar til langs tíma, þetta er fólk, sem við viljum allt hið besta, eins og heimurinn allur, þannig að ég held að allir leggist á eitt í þessu,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Elliði hvetur stéttarfélögin að lána sína sumarbústaði fyrir flóttafólk, bústaði, sem eru út um allt land í eigu félaganna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Innrás Rússa í Úkraínu Stéttarfélög Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Reiknað er með fjölda flóttamanna frá Úkraínu til Íslands sem eru á flótta vegna stríðsins. Þá koma strax vangaveltur um húsnæðismál, hvar fólkið eigi að búa á Íslandi. „Maður hefur heyrt að þetta verði fjögur til sex þúsund manns og þetta held ég að verði eitt af stærri verkefnum, sem sveitarfélögin hafa tekið í hvað þetta varðar. Það þarf að byrja á því að tryggja húsnæði og þar eiga sveitarfélögin erfitt með að gera eitthvað en að hjálpa til við að leita. Við eigum ekki íbúðarhúsnæði fyrir svona mikinn fjölda og flest sveitarfélög hafa ekkert húsnæði yfir að ráða, sem hægt er að grípa strax til,“ segir Elliði. Og þá kemur hugmyndin um alla sumarbústaði stéttarfélaga um land allt og þá nefnir Elliði, sem dæmi Ölfusborgir þar sem eru um 40 sumarhús. Elliði reiknar með fjögur til sex þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „ASÍ hefur stigið fram og skorað á kjarafélögin að leggja fram þau sumarhús, sem mögulegt er. Í Ölfusborgum erum við með klasa af sumarhúsum, sem liggja nærri þéttbýli, bæði hér í Ölfusi, Þorlákshöfn, Hveragerði og Árborg. Og ef til vill er hægt að koma þarna fyrir góðum hópi af flóttamönnum og þessi þrjú sveitarfélög gætu þá ef til vill tekið sig saman um að veita þessa mikilvægu þjónustu, sem fólkið þarf á að halda,“ bætir Elliði við. Elliði er sannfærður um að stéttarfélögin séu tilbúin að lána sína sumarbústaði til flóttafólks. „Já, mér finnst falleg orka í gangi á Íslandi þar sem allir vilja leggjast á eitt. Við tökum þetta nærri okkur, þetta er bæði viðskipta- og vinaþjóð okkar til langs tíma, þetta er fólk, sem við viljum allt hið besta, eins og heimurinn allur, þannig að ég held að allir leggist á eitt í þessu,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Elliði hvetur stéttarfélögin að lána sína sumarbústaði fyrir flóttafólk, bústaði, sem eru út um allt land í eigu félaganna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Innrás Rússa í Úkraínu Stéttarfélög Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira