Viviane Asseyi skoraði eitt marka Bayern München í 6-0 sigri á Köln í þýsku deildinni um helgina og það var ekkert smámark.
Liðsfélagar hennar hafa líka keppst við að deila markinu og hrósa Asseyi fyrir tilþrifin.
Með Bayern spila auðvitað íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir en Glódís var ein af þeim sem hrósaði markinu á samfélagsmiðlum.
Það var líka ástæða til því Asseyi skoraði markið með stórbrotinn hjólhestaspyrnu upp í bláhornið á mark Kölnarliðsins.
Það þarf ekkert að spara lýsingarorðin, galið mark, geggjað mark eða truflað mark. Hér fyrir neðan má sjá þetta magnaða mark franska framherjans.