Erlent

Eldur í háhýsi í Lundúnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldurinn kviknaði í íbúð á sautjándu hæð.
Eldurinn kviknaði í íbúð á sautjándu hæð. GETTY/Stefan Rousseau

Slökkviliðið í Lundúnum var með mikinn viðbúnað eftir að eldur kom upp í stóru fjölbýlishúsi í borginni í dag. Eldurinn kviknaði á sautjándu hæð hússins í Whitechapel.

Samkvæmt Sky News sendi slökkviliðið fimmtán bíla og 125 slökkviliðsmenn á vettvang þegar mest var.

Slökkviliðsmenn notast meðal annars við 64 metra háan stiga til að berjast við eldinn og náðu þeir tökum á honum.

Sky News hefur eftir íbúum í húsinu að engar bjöllur hafi farið í gang og þau hafi fyrst frétt af eldinum á samfélagsmiðlum.

Þá hefur miðillinn eftir vitnum að gler hafi fallið af húsinu og er eldur sagður hafa kviknað í bílum og verslunum á neðstu hæð hússins.

Upptök eldsins liggja ekki fyrir en engan sakaði vegna eldsins svo vitað sé.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×