„Mér gæti ekki verið meira sama“ Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 07:31 Gunnar Heiðar Þorvaldsson stýrði ÍBV í einum leik til bráðabirgða síðasta sumar, í 2-1 sigri gegn Fylki. vísir/bára Fyrir tveimur árum var landsliðsmaðurinn fyrrverandi Gunnar Heiðar Þorvaldsson ekkert sérlega áhugasamur um að gerast fótboltaþjálfari. Hann fékk hins vegar bakteríuna heima í Vestmannaeyjum og hefur nú tekið við Vestra á Ísafirði eftir að félaginu mistókst að krækja í þungavigtarmenn á þjálfaramarkaðnum. „Ég er að taka við liði sem að mér finnst mjög spennandi. Öll mín samskipti við þá sem að vinna fyrir klúbbinn fyrir vestan hafa verið mjög jákvæð og þetta lítur að mínu mati mjög vel út. Það eru miklir möguleikar þarna og þess vegna sagði ég já,“ segir Gunnar Heiðar í samtali við Vísi. Segja má að Vestramenn hafi leitað í efstu hillu hér á landi að þjálfara, eftir að hafa óvænt misst Jón Þór Hauksson til ÍA í janúar. Þeir leituðu nefnilega til Heimis Hallgrímssonar, Eiðs Smára Guðjohnsen og Ólafs Kristjánssonar um að taka við liðinu. Allir höfnuðu því boði en Gunnar Heiðar kippir sér ekki upp við að koma þar á eftir: „Mér gæti ekki verið meira sama, ef ég á að segja alveg eins og er. Það sýnir bara metnaðinn í þeim sem stjórna hjá Vestra, að reyna að fá mann úr efstu hillunni. Það í hvaða hillu ég er mun bara koma í ljós,“ segir Gunnar. Hann gerði samning til eins árs við Vestra, með möguleika á árs framlengingu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék sem atvinnumaður um árabil, meðal annars með Reading á Englandi.Getty/Stu Forster Eftir að ferli hans sem leikmaður lauk tók Gunnar, án þess að hafa beinlínis stefnt á það, við þjálfun KFS í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum og stýrði liðinu upp í 3. deild þar sem það endaði í 6. sæti í fyrra. Áhuginn á þjálfun hefur snaraukist og Gunnar lýkur brátt UEFA Pro þjálfaragráðu. Fékk símtöl eftir síðasta tímabil „Þegar ég tók við KFS var ég beðinn um að koma og hjálpa til því að annars yrði klúbburinn lagður niður. Það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk. Mér fannst það ósanngjarnt gagnvart strákunum sem stunda fótbolta í Vestmannaeyjum, og ég held að KFS hjálpi ÍBV gríðarlega mikið sem svona venslafélag. Ég held að menn séu búnir að átta sig á því núna. Eftir síðasta tímabil hugsaði ég með mér að þetta [þjálfun] gæti nú kannski verið eitthvað fyrir mig, og ég fékk alveg símtöl, en mér fannst ekki bjóðast gott næsta skref fyrir mig. Þegar símtalið frá Samma [Samúel Samúelssyni, stjórnarmanni hjá Vestra] kom þá fékk ég annan fíling. Við höfum rætt þetta mikið síðustu daga og ég er orðinn mjög spenntur fyrir því að fara að undirbúa liðið fyrir Lengjudeildina,“ segir Gunnar. Heldur starfinu í Eyjum Þessi fyrrverandi atvinnumaður í Tyrklandi, Danmörku Svíþjóð, Noregi og Englandi heldur upp á fertugsafmælið sitt með Spánarferð með sínum nýju lærisveinum í byrjun apríl. Þar gefst honum kjörið tækifæri til að kynnast leikmannahópnum vel en Gunnar er búsettur í Vestmannaeyjum en mun búa á Ísafirði í sumar. Hann er verkefnastjóri hjá Vinnslustöðinni en fékk leyfi til að sinna því starfi í fjarvinnu yfir keppnistímabilið. Gunnar Heiðar skoraði fimm mörk í 24 A-landsleikjum og fagnar hér marki sínu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2008.Getty/John Walton Gunnar segir að Vestraliðið verði að stærstum hluta skipað sama mannskap og endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra, og komst í undanúrslit bikarkeppninnar með því að slá út þáverandi Íslandsmeistara Vals. „Án þess að vera búinn að hitta hópinn, þá tökum við þetta klassíska og ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Gunnar um markmið tímabilsins. „Núna snýst þetta fyrir mig um að kynnast strákunum í liðinu. Ég held að æfingaferð sem við förum í til Spánar 1. apríl verði gríðarlega mikilvæg fyrir okkur og ég get þá kynnst þeim mun betur en þegar ég hitti þá bara um helgar núna næstu vikur.“ Erfitt umhverfi en eitthvað sem leikmenn og Gunnar þekkja Vestramenn hafa lengi barist fyrir bættum aðstæðum til knattspyrnuiðkunar á Vestfjörðum. Þeir urðu að spila heimaleik sinn í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrra á heimavelli KR í Reykjavík, og æfa í Borgarnesi. „Ég á svo sem eftir að setja mig betur inn í öll þessi mál en það er alveg rétt varðandi umgjörðina á veturna, að það er ótrúlegt að hún sé svona árið 2022 á Íslandi. Fyrir klúbb eins og Vestra, sem vill taka næstu skref í þessu, er algjört lykilatriði að vera með einhverja aðstöðu til að stunda íþróttina á veturna. Þetta er bara pólitískt mál sem verið er að vinna í og ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir,“ segir Gunnar sem lætur hins vegar engan bilbug á sér finna: „Þetta er frábært næsta skref fyrir mig og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er auðvitað erfitt umhverfi, ekki allir mættir og allt slíkt, en það er eitthvað sem við munum tækla og eitthvað sem að Vestri og leikmennirnir þar þekkja. Það geri ég líka eftir að hafa leikið með ÍBV hér áður fyrr.“ Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
„Ég er að taka við liði sem að mér finnst mjög spennandi. Öll mín samskipti við þá sem að vinna fyrir klúbbinn fyrir vestan hafa verið mjög jákvæð og þetta lítur að mínu mati mjög vel út. Það eru miklir möguleikar þarna og þess vegna sagði ég já,“ segir Gunnar Heiðar í samtali við Vísi. Segja má að Vestramenn hafi leitað í efstu hillu hér á landi að þjálfara, eftir að hafa óvænt misst Jón Þór Hauksson til ÍA í janúar. Þeir leituðu nefnilega til Heimis Hallgrímssonar, Eiðs Smára Guðjohnsen og Ólafs Kristjánssonar um að taka við liðinu. Allir höfnuðu því boði en Gunnar Heiðar kippir sér ekki upp við að koma þar á eftir: „Mér gæti ekki verið meira sama, ef ég á að segja alveg eins og er. Það sýnir bara metnaðinn í þeim sem stjórna hjá Vestra, að reyna að fá mann úr efstu hillunni. Það í hvaða hillu ég er mun bara koma í ljós,“ segir Gunnar. Hann gerði samning til eins árs við Vestra, með möguleika á árs framlengingu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék sem atvinnumaður um árabil, meðal annars með Reading á Englandi.Getty/Stu Forster Eftir að ferli hans sem leikmaður lauk tók Gunnar, án þess að hafa beinlínis stefnt á það, við þjálfun KFS í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum og stýrði liðinu upp í 3. deild þar sem það endaði í 6. sæti í fyrra. Áhuginn á þjálfun hefur snaraukist og Gunnar lýkur brátt UEFA Pro þjálfaragráðu. Fékk símtöl eftir síðasta tímabil „Þegar ég tók við KFS var ég beðinn um að koma og hjálpa til því að annars yrði klúbburinn lagður niður. Það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk. Mér fannst það ósanngjarnt gagnvart strákunum sem stunda fótbolta í Vestmannaeyjum, og ég held að KFS hjálpi ÍBV gríðarlega mikið sem svona venslafélag. Ég held að menn séu búnir að átta sig á því núna. Eftir síðasta tímabil hugsaði ég með mér að þetta [þjálfun] gæti nú kannski verið eitthvað fyrir mig, og ég fékk alveg símtöl, en mér fannst ekki bjóðast gott næsta skref fyrir mig. Þegar símtalið frá Samma [Samúel Samúelssyni, stjórnarmanni hjá Vestra] kom þá fékk ég annan fíling. Við höfum rætt þetta mikið síðustu daga og ég er orðinn mjög spenntur fyrir því að fara að undirbúa liðið fyrir Lengjudeildina,“ segir Gunnar. Heldur starfinu í Eyjum Þessi fyrrverandi atvinnumaður í Tyrklandi, Danmörku Svíþjóð, Noregi og Englandi heldur upp á fertugsafmælið sitt með Spánarferð með sínum nýju lærisveinum í byrjun apríl. Þar gefst honum kjörið tækifæri til að kynnast leikmannahópnum vel en Gunnar er búsettur í Vestmannaeyjum en mun búa á Ísafirði í sumar. Hann er verkefnastjóri hjá Vinnslustöðinni en fékk leyfi til að sinna því starfi í fjarvinnu yfir keppnistímabilið. Gunnar Heiðar skoraði fimm mörk í 24 A-landsleikjum og fagnar hér marki sínu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2008.Getty/John Walton Gunnar segir að Vestraliðið verði að stærstum hluta skipað sama mannskap og endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra, og komst í undanúrslit bikarkeppninnar með því að slá út þáverandi Íslandsmeistara Vals. „Án þess að vera búinn að hitta hópinn, þá tökum við þetta klassíska og ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Gunnar um markmið tímabilsins. „Núna snýst þetta fyrir mig um að kynnast strákunum í liðinu. Ég held að æfingaferð sem við förum í til Spánar 1. apríl verði gríðarlega mikilvæg fyrir okkur og ég get þá kynnst þeim mun betur en þegar ég hitti þá bara um helgar núna næstu vikur.“ Erfitt umhverfi en eitthvað sem leikmenn og Gunnar þekkja Vestramenn hafa lengi barist fyrir bættum aðstæðum til knattspyrnuiðkunar á Vestfjörðum. Þeir urðu að spila heimaleik sinn í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrra á heimavelli KR í Reykjavík, og æfa í Borgarnesi. „Ég á svo sem eftir að setja mig betur inn í öll þessi mál en það er alveg rétt varðandi umgjörðina á veturna, að það er ótrúlegt að hún sé svona árið 2022 á Íslandi. Fyrir klúbb eins og Vestra, sem vill taka næstu skref í þessu, er algjört lykilatriði að vera með einhverja aðstöðu til að stunda íþróttina á veturna. Þetta er bara pólitískt mál sem verið er að vinna í og ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir,“ segir Gunnar sem lætur hins vegar engan bilbug á sér finna: „Þetta er frábært næsta skref fyrir mig og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er auðvitað erfitt umhverfi, ekki allir mættir og allt slíkt, en það er eitthvað sem við munum tækla og eitthvað sem að Vestri og leikmennirnir þar þekkja. Það geri ég líka eftir að hafa leikið með ÍBV hér áður fyrr.“
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira