Þrjú og hálft ár fyrir manndráp af gáleysi í Vindakórsmálinu Árni Sæberg skrifar 5. mars 2022 13:29 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Dumitru Calin hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa banað Daníel Eiríkssyni af gáleysi fyrir utan heimili hans í Vindakór í fyrra, auk marvíslegra annarra brota. Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að fljótlega hafi vaknað grunur um að Dumitru Calin hafi átt hlut að máli þegar Daníel slasaðist. Hann hafi verið handtekinn sama dag og Daníel lést af sárum sínum. Að lokinni rannsókn lögreglu var Dumitro ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Málsatvik voru þau að Dumitro ók bifreið sinni á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða sem leið lá út úr innkeyrslu fyrir framan Vindakór 2, þrátt fyrir að Daníel hafi hangið í hliðarrúðu bílsins. Þannig drógst eða hljóp Daníel með bílnum minnst um fjórtán metra þar til hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðhögg sem dró hann til dauða daginn eftir. Dumitru ók bifreiðinni af vettvangi án þess að athuga með líðan Daníels. Dumitru krafðist sýknu af ákærum saksóknara með vísan til þess að hann bæri ekki ábyrgð á þvi hvernig fór sem og að skilyrði neyðarvarnar hafi átt við. Hann segir Daníel hafa staðið í hótunum við sig og ráðist að sér með haglabyssu. Þá hafi Daníel verið í annarlegu ástandi sökum vímuefnaneyslu en hann sagði jafnframt fyrir dómi að tilgangur heimsóknar hans til Daníels hafi verið að kaupa af honum fíkniefni. Niðurstaða héraðsdóms var að Dumitru hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Þá hafi neyðarvarnarsjónarmið ekki átt við. Búðarhnupl og umferðarlagabrot Ákæra á hendur Dumitru var margþætt og tók einnig til þjófnaðar á fjölda Iphone-síma úr verslun Símans, hnupli úr Byko, fjársvika, með því að hafa tekið út pening af korti annars manns í heimildarleysi og fjölda umferðarlagabrota. Dumitro var dæmdur sekur allt það sem hann var ákærður fyrir og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisrefsingar. Þá skal hann greiða foreldrum eina og hálfa milljón króna, hvoru um sig, í miskabætur og rúmlega eina milljón króna í útfararkostnað. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, rúmlega fimm milljónir króna og annan sakarkostnað, ríflega tvær og hálfa milljón króna. Dómsmál Kópavogur Mannslát í Vindakór Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að fljótlega hafi vaknað grunur um að Dumitru Calin hafi átt hlut að máli þegar Daníel slasaðist. Hann hafi verið handtekinn sama dag og Daníel lést af sárum sínum. Að lokinni rannsókn lögreglu var Dumitro ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Málsatvik voru þau að Dumitro ók bifreið sinni á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða sem leið lá út úr innkeyrslu fyrir framan Vindakór 2, þrátt fyrir að Daníel hafi hangið í hliðarrúðu bílsins. Þannig drógst eða hljóp Daníel með bílnum minnst um fjórtán metra þar til hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðhögg sem dró hann til dauða daginn eftir. Dumitru ók bifreiðinni af vettvangi án þess að athuga með líðan Daníels. Dumitru krafðist sýknu af ákærum saksóknara með vísan til þess að hann bæri ekki ábyrgð á þvi hvernig fór sem og að skilyrði neyðarvarnar hafi átt við. Hann segir Daníel hafa staðið í hótunum við sig og ráðist að sér með haglabyssu. Þá hafi Daníel verið í annarlegu ástandi sökum vímuefnaneyslu en hann sagði jafnframt fyrir dómi að tilgangur heimsóknar hans til Daníels hafi verið að kaupa af honum fíkniefni. Niðurstaða héraðsdóms var að Dumitru hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Þá hafi neyðarvarnarsjónarmið ekki átt við. Búðarhnupl og umferðarlagabrot Ákæra á hendur Dumitru var margþætt og tók einnig til þjófnaðar á fjölda Iphone-síma úr verslun Símans, hnupli úr Byko, fjársvika, með því að hafa tekið út pening af korti annars manns í heimildarleysi og fjölda umferðarlagabrota. Dumitro var dæmdur sekur allt það sem hann var ákærður fyrir og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisrefsingar. Þá skal hann greiða foreldrum eina og hálfa milljón króna, hvoru um sig, í miskabætur og rúmlega eina milljón króna í útfararkostnað. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, rúmlega fimm milljónir króna og annan sakarkostnað, ríflega tvær og hálfa milljón króna.
Dómsmál Kópavogur Mannslát í Vindakór Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira