Þrjú og hálft ár fyrir manndráp af gáleysi í Vindakórsmálinu Árni Sæberg skrifar 5. mars 2022 13:29 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Dumitru Calin hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa banað Daníel Eiríkssyni af gáleysi fyrir utan heimili hans í Vindakór í fyrra, auk marvíslegra annarra brota. Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að fljótlega hafi vaknað grunur um að Dumitru Calin hafi átt hlut að máli þegar Daníel slasaðist. Hann hafi verið handtekinn sama dag og Daníel lést af sárum sínum. Að lokinni rannsókn lögreglu var Dumitro ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Málsatvik voru þau að Dumitro ók bifreið sinni á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða sem leið lá út úr innkeyrslu fyrir framan Vindakór 2, þrátt fyrir að Daníel hafi hangið í hliðarrúðu bílsins. Þannig drógst eða hljóp Daníel með bílnum minnst um fjórtán metra þar til hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðhögg sem dró hann til dauða daginn eftir. Dumitru ók bifreiðinni af vettvangi án þess að athuga með líðan Daníels. Dumitru krafðist sýknu af ákærum saksóknara með vísan til þess að hann bæri ekki ábyrgð á þvi hvernig fór sem og að skilyrði neyðarvarnar hafi átt við. Hann segir Daníel hafa staðið í hótunum við sig og ráðist að sér með haglabyssu. Þá hafi Daníel verið í annarlegu ástandi sökum vímuefnaneyslu en hann sagði jafnframt fyrir dómi að tilgangur heimsóknar hans til Daníels hafi verið að kaupa af honum fíkniefni. Niðurstaða héraðsdóms var að Dumitru hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Þá hafi neyðarvarnarsjónarmið ekki átt við. Búðarhnupl og umferðarlagabrot Ákæra á hendur Dumitru var margþætt og tók einnig til þjófnaðar á fjölda Iphone-síma úr verslun Símans, hnupli úr Byko, fjársvika, með því að hafa tekið út pening af korti annars manns í heimildarleysi og fjölda umferðarlagabrota. Dumitro var dæmdur sekur allt það sem hann var ákærður fyrir og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisrefsingar. Þá skal hann greiða foreldrum eina og hálfa milljón króna, hvoru um sig, í miskabætur og rúmlega eina milljón króna í útfararkostnað. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, rúmlega fimm milljónir króna og annan sakarkostnað, ríflega tvær og hálfa milljón króna. Dómsmál Kópavogur Mannslát í Vindakór Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að fljótlega hafi vaknað grunur um að Dumitru Calin hafi átt hlut að máli þegar Daníel slasaðist. Hann hafi verið handtekinn sama dag og Daníel lést af sárum sínum. Að lokinni rannsókn lögreglu var Dumitro ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Málsatvik voru þau að Dumitro ók bifreið sinni á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða sem leið lá út úr innkeyrslu fyrir framan Vindakór 2, þrátt fyrir að Daníel hafi hangið í hliðarrúðu bílsins. Þannig drógst eða hljóp Daníel með bílnum minnst um fjórtán metra þar til hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðhögg sem dró hann til dauða daginn eftir. Dumitru ók bifreiðinni af vettvangi án þess að athuga með líðan Daníels. Dumitru krafðist sýknu af ákærum saksóknara með vísan til þess að hann bæri ekki ábyrgð á þvi hvernig fór sem og að skilyrði neyðarvarnar hafi átt við. Hann segir Daníel hafa staðið í hótunum við sig og ráðist að sér með haglabyssu. Þá hafi Daníel verið í annarlegu ástandi sökum vímuefnaneyslu en hann sagði jafnframt fyrir dómi að tilgangur heimsóknar hans til Daníels hafi verið að kaupa af honum fíkniefni. Niðurstaða héraðsdóms var að Dumitru hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Þá hafi neyðarvarnarsjónarmið ekki átt við. Búðarhnupl og umferðarlagabrot Ákæra á hendur Dumitru var margþætt og tók einnig til þjófnaðar á fjölda Iphone-síma úr verslun Símans, hnupli úr Byko, fjársvika, með því að hafa tekið út pening af korti annars manns í heimildarleysi og fjölda umferðarlagabrota. Dumitro var dæmdur sekur allt það sem hann var ákærður fyrir og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisrefsingar. Þá skal hann greiða foreldrum eina og hálfa milljón króna, hvoru um sig, í miskabætur og rúmlega eina milljón króna í útfararkostnað. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, rúmlega fimm milljónir króna og annan sakarkostnað, ríflega tvær og hálfa milljón króna.
Dómsmál Kópavogur Mannslát í Vindakór Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira