Nikolas Dyhr kom heimamönnum í Midtjylland yfir strax á tólftu mínútu og öðrum tólf mínútum síðar var staðan orðin 3-0 eftir tvö mörk frá Evander.
Jay-Roy Grot minnkaði muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleiksflautið, en það reyndist að lokum seinasta mark leiksins.
Gestirnir í Viborg þurftu svo að leika seinasta stundarfjórðunginn manni færri eftir að Mads Lauritsen fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, en það breytti engu um niðurstöðu leiksins.
Elías og félagar eru nú jafnir Íslendingaliði FCK á toppi dönsku deildarinnar með 39 stig, en FCK hefur þó leikið einum leik minna.