Fótbolti

Breiðablik skipuleggur neyðarsöfnun fyrir Úkraínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikastúlkur standa saman innan sem utan vallar. Nú ætlar þær að standa með konum og stúlkum í Úkraínu með neyðarsöfnun.
Blikastúlkur standa saman innan sem utan vallar. Nú ætlar þær að standa með konum og stúlkum í Úkraínu með neyðarsöfnun. Instagram/@breidablik_fotbolti

Kvennafótboltalið Breiðabliks þekkir vel aðstæðurnar þar sem Rússar ráðast inn í Úkraínu því liðið var þar í keppnisferðalagi fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan.

Breiðablikskonur spiluðu við úkraínska liðið Zhytlobud-1 í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og spiluðu út í Úkraínu 9. nóvember síðastliðinn.

Liðið kemur frá borginni Kharkiv sem er nú ráðist á af rússneska hernum.

Breiðablik er nú að skipuleggja neyðarsöfnun fyrir Úkraínu.

Breiðablik fordæmir stríð og árásir á saklausa borgara og tekur höndum saman með UN Women á Íslandi til að styrkja úkraínskar konur og stúlkur um leið og leikmenn Breiðabliks senda kveðjur til Kharkiv og Úkráinu með von um frið.

Söfnunina má nálgast inn á gjafaverslun.unwomen.is/breidablik.

Það er einnig hægt að styrkja með því að senda SMS-ið KONUR í númerið 1900 en þá leggur þú 1900 krónur í söfnunina.

Einnig með því að senda AUR/KASS í númerið 839-0700 eða unwomenisland.

Þá er hægt að gefa frjáls framlög með því að leggja inn á bankareikninginn 0537-26-55505 en kennitalan er 551090-2489.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×