Erlent

Svona er staðan eftir eina viku af bar­dögum í Úkraínu

Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa
Staðan eftir eina viku. Ljósrautt táknar þau svæði sem Rússar hafa sótt inn á. Bláu örvarnar tákna straum flóttafólks frá Úkraínu. 
Staðan eftir eina viku. Ljósrautt táknar þau svæði sem Rússar hafa sótt inn á. Bláu örvarnar tákna straum flóttafólks frá Úkraínu.  Kristján Pétur Jónsson

Ein vika er í dag frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst.

Rússar hafa sótt inn í Úkraínu og náð að minnsta kosti einni borg á sitt vald, Kherson í suðurhluta Úkraínu.

Gerðar hafa verið loftárásir á aðrar stórborgir, þar á meðal Kænugarð, höfuðborgina. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi látist í átökunum og fullyrða Úkraínumenn að tæplega tíu þúsund rússneskir hermenn hafi fallið.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fór Heimir Már Pétursson yfir atburði síðustu viku á myndrænan hátt, þar sem hann sýndi stöðuna í Úkraínu eins og hún er í dag, eftir einnar viku átök.

Sjá yfirferð Heimis Más í myndbandinu hér að neðan. Þá er fylgst með öllum helstu vendingum í vaktinni á Vísi, sem nálgast má hér.


Tengdar fréttir

Frá Kænu­garði til Ís­lands: „Við erum enn hrædd“

Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×