Innlent

Þau sóttu um stöðu ráðu­neytis­stjóra í nýju ráðu­neyti Ás­laugar Örnu

Atli Ísleifsson skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar í stöðuna frá 1. maí, til fimm ára.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar í stöðuna frá 1. maí, til fimm ára. Vísir/Vilhelm

Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar.

Í hópi umsækjenda er Ásdís Halla Bragadóttir, sem var í desember ráðin verkefnisstjóri við undirbúning hins nýja ráðuneytis og var settur ráðuneytisstjóri til þriggja mánaða.

Umsækjendur eru eftirtalin:

  • Ásdís Halla Bragadóttir, settur ráðuneytisstjóri
  • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri
  • Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
  • Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri
  • Ragnhildur Ágústdóttir, sölustjóri
  • Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri
  • Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar í stöðuna frá 1. maí, til fimm ára.

Ráðherra hefur skipað nefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila skýrslu til ráðherra.

Í nefndinni sitja:

  • Margrét Einarsdóttir, formaður
  • Gunnar Björnsson
  • Heiðrún Jónsdóttir

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, er í umboði ráðherra settur ráðuneytisstjóri til þess að annast skipunarferlið, að því er segir á vef stjórnarráðsins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×