Innlent

Gegnir em­bætti ráðu­neytis­stjóra næstu þrjá mánuðina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ásdís Halla Bragadóttir gegnir embætti ráðuneytisstjóra í hinu nýja ráðuneytinu næstu þrjá mánuðina.
Ásdís Halla Bragadóttir gegnir embætti ráðuneytisstjóra í hinu nýja ráðuneytinu næstu þrjá mánuðina. Stjórnarráðið

Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti.

Ásdís Halla hefur á undanförnum mánuðum starfað sem verkefnisstjóri við undirbúning stofnunar hins nýja ráðuneytis, sem verður formlega til á morgun, þegar nýr forsetaúrskurður um skipan ráðuneyta tekur gildi.

Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að ákvörðun um tímabundna setningu Ásdísar Höllu í embættið byggi á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-,iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar Ásdísi Höllu í embættið.

Ásdís Halla hefur fjölþætta reynslu úr bæði stjórnsýslu og atvinnulífi. Hún lauk meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Hún var bæjarstjóri í Garðabæ, aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og sat í háskólaráði HR. Síðustu ár hefur hún komið að stofnun og rekstri fyrirtækja í heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt því að sinna ritstörfum.


Tengdar fréttir

Ásdís Halla ráðin til að undirbúa nýtt ráðuneyti Áslaugar Örnu

Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem segir að Ásdís muni mun starfa hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti en vinna náið með öðrum starfsmönnum Stjórnarráðsins að þessu verkefni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×