Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. mars 2022 18:39 Þorkell Hjaltason er einn margra sem rutt hafa götur höfuðborgarbúa síðustu vikurnar. Hann segir ástandið ólíkt því sem sést hafi síðustu ár og marga vera orðna þreytta eftir langa vinnutörn. Vísir/Sigurjón Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. Síðan snemma í febrúar hefur hver lægðin á fætur annarri gengið yfir landið en þeim hefur fylgt aftakaveður og mikil úrkoma. Götur hafa fylgst af snjó og klaka og hafa borgarstarfsmenn vart haft undan við að moka til að halda götunum færum. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir kostnað við snjómokstur vera miklu meiri en áður.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara búið að vera skelfileg tíð. Umhleypingar eins og við Íslendingar þekkjum þetta. Það hefur snjóað, það hefur ringt, það hefur frosið og það hefur snjóað aftur. Þannig að við náum aldrei að klára verkefnið okkar í raun og veru að hreinsa almennilega áður en næsta snjókoma hefst. Þannig að við höfum þurft að taka vélar og tæki og mannskap úr lægsta forganginum okkar á húsagötum og setja aftur yfir í önnur verkefni til að bara byrja upp á nýtt,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Þannig hafa húsagötur margar hverjar margar þurft að bíða og erfitt að aka þær sumar. Þá gerir klaki snjóruðningsmönnum erfitt fyrir. Ekki verið jafn slæmt ástand í mörg ár Þorkell Hjaltason hefur síðustu vikurnar farið um á gröfunni sinni og mokað götur borgarinnar. Hann segir ástandið með því verra sem hann hefur séð sér í lagi það hversu mikill klaki hefur myndast. „Þetta er alveg nýtt. Allavega núna. Þetta var meira svona í kringum 1980 þá var ég líka í snjómokstri. Þá var þetta oft svona. Þetta hefur ekki sést í mörg ár,“ segir Þorkell. Þorkell segir marga orðna lúna eftir langa vinnutörn. „Ég held að menn séu orðnir svolítið þreyttir á þessu. Þetta er bara svo erfitt viðureignar, það er aðallega það, allavega síðustu daga,“ segir Þorkell. Þorkell Hjaltason hefur rutt götur borgarinnar myrkranna á milli síðustu vikurnar.Vísir/Sigurjón Talið er að kostnaður borgarinnar vegna snjómoksturs hafi verið 15-20 milljónir hvern dag síðustu vikurnar. Áætlað er að kostnaðurinn fyrir febrúar verði um 300 milljónir króna en síðustu ár hefur hann verið frá 120 milljónum til 150 milljóna fyrir þennan mánuð. „Ég er hræddur um að kostnaður tvöfaldist enda erum við með tugi véla úti, fullt af fólki, þannig að þessi kostnaður náttúrulega bara hrannast upp í svona árferði,“ segir Hjalti. Hjalti segir að áfram muni mæða mikið á þeim sem sinna snjómokstri í borginni. „Miðað við veðurspá þá er bara tíðin enn þá rysjótt þannig að við bara verðum í þessum sömu verkefnum og ég er búinn að vera lýsa næstu daga,“ segir Hjalti. Vegagerð Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Tengdar fréttir Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07 Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Síðan snemma í febrúar hefur hver lægðin á fætur annarri gengið yfir landið en þeim hefur fylgt aftakaveður og mikil úrkoma. Götur hafa fylgst af snjó og klaka og hafa borgarstarfsmenn vart haft undan við að moka til að halda götunum færum. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir kostnað við snjómokstur vera miklu meiri en áður.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara búið að vera skelfileg tíð. Umhleypingar eins og við Íslendingar þekkjum þetta. Það hefur snjóað, það hefur ringt, það hefur frosið og það hefur snjóað aftur. Þannig að við náum aldrei að klára verkefnið okkar í raun og veru að hreinsa almennilega áður en næsta snjókoma hefst. Þannig að við höfum þurft að taka vélar og tæki og mannskap úr lægsta forganginum okkar á húsagötum og setja aftur yfir í önnur verkefni til að bara byrja upp á nýtt,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Þannig hafa húsagötur margar hverjar margar þurft að bíða og erfitt að aka þær sumar. Þá gerir klaki snjóruðningsmönnum erfitt fyrir. Ekki verið jafn slæmt ástand í mörg ár Þorkell Hjaltason hefur síðustu vikurnar farið um á gröfunni sinni og mokað götur borgarinnar. Hann segir ástandið með því verra sem hann hefur séð sér í lagi það hversu mikill klaki hefur myndast. „Þetta er alveg nýtt. Allavega núna. Þetta var meira svona í kringum 1980 þá var ég líka í snjómokstri. Þá var þetta oft svona. Þetta hefur ekki sést í mörg ár,“ segir Þorkell. Þorkell segir marga orðna lúna eftir langa vinnutörn. „Ég held að menn séu orðnir svolítið þreyttir á þessu. Þetta er bara svo erfitt viðureignar, það er aðallega það, allavega síðustu daga,“ segir Þorkell. Þorkell Hjaltason hefur rutt götur borgarinnar myrkranna á milli síðustu vikurnar.Vísir/Sigurjón Talið er að kostnaður borgarinnar vegna snjómoksturs hafi verið 15-20 milljónir hvern dag síðustu vikurnar. Áætlað er að kostnaðurinn fyrir febrúar verði um 300 milljónir króna en síðustu ár hefur hann verið frá 120 milljónum til 150 milljóna fyrir þennan mánuð. „Ég er hræddur um að kostnaður tvöfaldist enda erum við með tugi véla úti, fullt af fólki, þannig að þessi kostnaður náttúrulega bara hrannast upp í svona árferði,“ segir Hjalti. Hjalti segir að áfram muni mæða mikið á þeim sem sinna snjómokstri í borginni. „Miðað við veðurspá þá er bara tíðin enn þá rysjótt þannig að við bara verðum í þessum sömu verkefnum og ég er búinn að vera lýsa næstu daga,“ segir Hjalti.
Vegagerð Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Tengdar fréttir Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07 Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07
Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14
Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50
Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29