Innlent

Ó­vissa með færð á fjöl­mörgum vegum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Búast má við samgöngutruflunum á morgun.
Búast má við samgöngutruflunum á morgun. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun.

Það er skammt stórra högga á milli í veðrinu þessa dagana. Á morgun er enn ein lægðin á leið yfir landið og má búast við samgöngutruflunum af þeim sökum. Vegagerðin hefur gefið út tilkynningu vegna vega sem búast má við að fari á óvissustig á morgun eða jafnvel lokist.

Hellisheiði og Þrengsli eru á óvissustigi frá klukkan tvö í nótt og þar til sex annað kvöld. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur fara líklegast á óvissustig klukkan ellefu í fyrramálið sem og vegurinn um Hafnarfjall. Á Kjalarnesi er einnig líklegt að færðin verði erfið frá klukkan átta í fyrramálið.

Á Vesturlandi má búast við vandræðum í Bröttubrekku, á Vatnaleið, Fróðárheiði og Holtavörðuheiði og á Vestfjörðum má sömu sögu segja um Kleifaheiði, Klettsháls, Steingrímsfjarðarheiði og Gemlufallsheiði.

Á Suðausturlandi mega vegfarendur síðan búast við truflunum á leiðinni frá Vík til Kirkjubæjarklausturs.

Hér má sjá þá vegi þar sem óvissustig verður líklega í gildi á morgun.Vegagerðin

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×