Innlent

Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Már Gunnarsson með verðlaun sín fyrir að vera Íþróttamaður fatlaðra 2019.
Már Gunnarsson með verðlaun sín fyrir að vera Íþróttamaður fatlaðra 2019. Vísir/Vilhelm

Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir.

„Jæja Reykjavíkurborg. Það var afskaplega huggulegt af ykkur að búa til snjóvirki beint fyrir framan Blindrafélagið. Akkurat á göngustígnum,“ segir Már í myndbandi sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Tik Tok.

„Það liggur við að maður þurfi skíðalyftu til að komast yfir.“

Hann beinir orðum sínum til Reykjavíkurborgar og veltir því upp hvort ekki eigi að gera eitthvað varðandi þennan skafl.

Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar.

Sorphirða í Reykjavík er nú talsvert á eftir áætlun en starfsfólk sorphirðunnar vinnur nú eftir fremsta megni við að ná áætlun. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir snjó, veikindi og ófærð gera það að verkum að sorphirða hefur tafist.

„Við erum búin að vinna alla laugardaga frá áramótum fyrir utan einn. Það hefur vantað um 20% starfsfólks vegna Covid-veikinda síðastliðnar þrjár vikur en vonandi fer að rétta úr því næstu daga,“ segir Inga Rún í svari við fyrirspurn fréttastofu.


Tengdar fréttir

Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda

Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×