Ekkert íslenskt landslið mun spila við Rússland Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:23 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun ekki mæta Rússlandi á meðan á hernaði Rússa stendur. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér skýr skilaboð þess efnis að íslensk fótboltalandslið muni ekki spila gegn Rússlandi á meðan á hernaði Rússa í Úkraínu standi. Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun að óbreyttu ekki mæta Rússlandi í Þjóðadield UEFA í sumar og í yfirlýsingu KSÍ segir að engu máli skipti þó að rússneska liðið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Þannig gengur KSÍ lengra en FIFA hefur gert. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á að mæta Hvíta-Rússlandi í apríl, í undankeppni HM, og KSÍ segir að í ljósi stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa þá komi heldur ekki til greina að spila þann leik í Hvíta-Rússlandi á meðan á hernaðinum standi. Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust. KSÍ bætist þar með í hóp fleiri knattspyrnusambanda sem lýst hafa því yfir að þau muni ekki taka þátt í leikjum gegn Rússlandi að óbreyttu. Þessu hafa enska, pólska, sænska, tékkneska sambandið og fleiri þegar lýst yfir. Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi KSÍ Tengdar fréttir ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59 FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14 England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun að óbreyttu ekki mæta Rússlandi í Þjóðadield UEFA í sumar og í yfirlýsingu KSÍ segir að engu máli skipti þó að rússneska liðið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Þannig gengur KSÍ lengra en FIFA hefur gert. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á að mæta Hvíta-Rússlandi í apríl, í undankeppni HM, og KSÍ segir að í ljósi stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa þá komi heldur ekki til greina að spila þann leik í Hvíta-Rússlandi á meðan á hernaðinum standi. Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust. KSÍ bætist þar með í hóp fleiri knattspyrnusambanda sem lýst hafa því yfir að þau muni ekki taka þátt í leikjum gegn Rússlandi að óbreyttu. Þessu hafa enska, pólska, sænska, tékkneska sambandið og fleiri þegar lýst yfir.
Frá KSÍ vegna innrásar Rússlands í Úkraínu Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fordæmir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðsátök hafa fært ólýsanlegar hörmungar yfir mannkynið í gegnum söguna og nú hafa rússnesk yfirvöld, með stuðningi Hvít-rússneskra yfirvalda fært slíkar hörmungar yfir Úkraínu. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA (A landslið karla) og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands. Vegna stuðnings Hvíta-Rússlands við innrás Rússa í Úkraínu hefur stjórn KSÍ jafnframt ákveðið að ekki komi til greina að íslensk knattspyrnulandslið leiki við Hvít-rússnesk lið á Hvít-rússneskri grundu á meðan á hernaðinum stendur. Sú ákvörðun nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í undankeppni HM 2023 (A landslið kvenna). KSÍ fylgist grannt með þróun mála, er í reglulegu sambandi við UEFA og utanríkisráðuneyti Íslands, og mun endurskoða afstöðu sína ef ástæða er til. Íslensk knattspyrna stendur með Úkraínu og hvetur Rússa til að hætta árásum og draga herlið sitt til baka tafarlaust.
Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi KSÍ Tengdar fréttir ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59 FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14 England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. 28. febrúar 2022 13:59
FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt. 27. febrúar 2022 20:14
England í hóp þjóða sem neita að keppa við Rússa Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að öll landslið á vegum Englands muni ekki láta bjóða sér að spila við Rússa á meðan innrás þeirra í Úkraínu stendur yfir. 27. febrúar 2022 19:57