Fótbolti

FIFA ætlar ekki að banna Rússum að spila

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gianni Infantino er forseti FIFA
Gianni Infantino er forseti FIFA vísir/getty

Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur fylgt fordæmi Alþjóða Ólympíusambandsins og sett kvaðir á rússneska knattspyrnusambandið en mun ekki banna liðinu að taka þátt.

FIFA gaf út yfirlýsingu rétt í þessu þar sem segir að Rússland muni ekki fá að spila leiki sína í Rússlandi heldur þurfi landslið þeirra að spila á hlutlausum velli án áhorfenda.

Þá megi fáni Rússlands ekki vera á búningi liðsins og þjóðsöngur Rússlands verður ekki leikinn fyrir landsleiki Rússlands.

Knattspyrnusambönd víða um Evrópu hafa undanfarna daga gefið út tilkynningar þess efnis að lið þeirra muni ekki taka þátt í leikjum við Rússland á meðan innrás Rússa í Úkraínu stendur yfir.

Því er klárlega komin upp pattstaða varðandi næstu verkefni rússneska landsliðsins en í yfirlýsingu FIFA segir að sambandið sé meðvitað um afstöðu Póllands, Tékklands og Svíþjóðar og hafi þegar sett sig í samband við þau með það fyrir augum að finna lausn á stöðunni.

Kvennalandslið Íslands á að leika við Hvíta-Rússland í apríl og karlalandsliðið við Rússland í júní en KSÍ hefur ekki gefið út neina tilkynningu varðandi sína afstöðu enn sem komið er.


Tengdar fréttir

Íþróttaheimurinn bregst við innrás Rússa

Viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu hafa ekki látið á sér standa. Þjóðir, einstaklingar, fyrirtæki og fleiri hafa keppst um að sýna samstöðu með Úkraínu en Íþróttahreyfingin út um allan heim hefur einnig brugðist harkalega við, hér að neðan má sjá samantekt af viðbrögðum félaga, sambanda og leikmanna hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×