„Kelleher er besti varamarkvörður í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2022 07:59 Jürgen Klopp sparaði ekki stóru lýsingarorðin þegar hann ræddi um markvörðinn unga eftir sigur Liverpool í ensku deildarbikarkeppninni í gær. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum með sigur sinna manna í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar gegn Chelsea í gær og hrósaði einni af hetjum liðsins, varamarkmanninum Caoimhin Kelleher, í hástert. Kelleher hafði hingað til spilað alla leiki liðsins í enska deildarbikarnum fyrir utan einn. Klopp hélt sig við Írann í úrslitaleiknum í gær og það borgaði sig heldur betur. Markvörðurinn varði oft á tíðum vel og hjálpaði þannig liðinu að komast alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Kelleher skoraði svo úr sinni spyrnu áður en kollegi hans í Chelsea, Kepa Arrizabalaga, klikkaði á sinni spyrnu. Þessi 23 ára Íri hafði því betur gegn Kepa sem er dýrasti markmaður heims, sem og Edouard Mendy sem byrjaði leikinn og er af mörgum talinn einn af þeim bestu í sinni stöðu. „Það er algjörlega frábært að hann hafi haft þessi áhrif á leikinn. Hann á það svo sannarlega skilið,“ sagði Klopp um Kelleher eftir sigurinn. „Ég er tveir hlutir. Knattspyrnuþjálfari og manneskja, og manneskjan vann í kvöld. Hann er ungur strákur og við ætlumst til mikils af honum. Hann hefur spilað í þessari keppni og svo þegar við komumst í úrslit þá getum við ekki sagt honum að hann fái ekki að spila.“ „Í atvinnumannafótbolta á að vera pláss fyrir tilfinningar. Á æfingasvæðinu erum við með vegg sem allir markmenn sem hafa unnið eitthvað fara á og nú getur Chaoimhin komist þangað líka. Þannig á þetta að vera og það er algjörlega frábært.“ 🗣 "I am two things a professional football manager and a human being and a human being won."Jurgen Klopp on why he decided to stick with Caoimhin Kelleher in goal for the final pic.twitter.com/tlfWeUp9HH— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Klopp hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa markverðinum unga og gekk svo langt að kalla hann besta varamarkvörð í heimi. „Þetta er mögnuð saga frá því að ég sá hann fyrst þegar hann var strákur og þangað til hann varð að þeim manni sem hann er í dag. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur.“ „Kelleher er besti varamarkvörður í heimi og hann átti ótrúlegan leik. Líf varamarkmannsinns er þannig að þú þarft bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur og hann var algjörlega magnaður í kvöld,“ sagði Klopp að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Kelleher hafði hingað til spilað alla leiki liðsins í enska deildarbikarnum fyrir utan einn. Klopp hélt sig við Írann í úrslitaleiknum í gær og það borgaði sig heldur betur. Markvörðurinn varði oft á tíðum vel og hjálpaði þannig liðinu að komast alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Kelleher skoraði svo úr sinni spyrnu áður en kollegi hans í Chelsea, Kepa Arrizabalaga, klikkaði á sinni spyrnu. Þessi 23 ára Íri hafði því betur gegn Kepa sem er dýrasti markmaður heims, sem og Edouard Mendy sem byrjaði leikinn og er af mörgum talinn einn af þeim bestu í sinni stöðu. „Það er algjörlega frábært að hann hafi haft þessi áhrif á leikinn. Hann á það svo sannarlega skilið,“ sagði Klopp um Kelleher eftir sigurinn. „Ég er tveir hlutir. Knattspyrnuþjálfari og manneskja, og manneskjan vann í kvöld. Hann er ungur strákur og við ætlumst til mikils af honum. Hann hefur spilað í þessari keppni og svo þegar við komumst í úrslit þá getum við ekki sagt honum að hann fái ekki að spila.“ „Í atvinnumannafótbolta á að vera pláss fyrir tilfinningar. Á æfingasvæðinu erum við með vegg sem allir markmenn sem hafa unnið eitthvað fara á og nú getur Chaoimhin komist þangað líka. Þannig á þetta að vera og það er algjörlega frábært.“ 🗣 "I am two things a professional football manager and a human being and a human being won."Jurgen Klopp on why he decided to stick with Caoimhin Kelleher in goal for the final pic.twitter.com/tlfWeUp9HH— Football Daily (@footballdaily) February 27, 2022 Klopp hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa markverðinum unga og gekk svo langt að kalla hann besta varamarkvörð í heimi. „Þetta er mögnuð saga frá því að ég sá hann fyrst þegar hann var strákur og þangað til hann varð að þeim manni sem hann er í dag. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur.“ „Kelleher er besti varamarkvörður í heimi og hann átti ótrúlegan leik. Líf varamarkmannsinns er þannig að þú þarft bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur og hann var algjörlega magnaður í kvöld,“ sagði Klopp að lokum. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira