Pólska knattspyrnusambandið tilkynnti á dögunum að landslið þeirra myndi ekki spila við Rússa í umspili um laust sæti á HM. Leikurinn á að fara fram þann 24. mars næstkomandi og er undanúrslitaleikur umspilsins. Í hinum undanúrslitaleiknum eiga Svíar og Tékkar að mætast.
Sænska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að liðið muni ekki leika við Rússa, komi til þess að liðin tvö myndu leika í úrslitum umspilsins þann 29. mars.
Í tilkynningu sambandsins segir að sænska landsliðið muni ekki spila gegn Rússlandi, sama hvar leikurinn fari fram. Svíar hvetja FIFA einnig til þess að aflýsa öllum umspilsleikjum í mars þar sem Rússar eiga þátttökurétt að.
„Þessar ólöglegu og óréttlætanlegu innrásir í Úkraínu gerir að verkum að öll fótboltaleg samskipti við Rússa eru ómöguleg,“ sagði Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins.
„Burt séð frá því hver loka ákvörðun FIFA verður, þá munum við ekki spila gegn Rússlandi í mars.“
Tékkar bættust í dag við þennan hóp þjóða sem neita að leika við Rússland. Í tilkynningu frá tékkneska knattspyrnusambandsins segir að stjórn sambandsins, starfsfólk og leikmenn eru öll sammála um að ekki er hægt að spila gegn rússneska landsliðinu í núverandi ástandi, ekki einu sinni á hlutlausum velli. Sambandið vonist til þess að stríðið í Úkraínu ljúki sem fyrst.
"The Czech FA executive committee, staff members and players of the national team agreed it's not possible to play against the Russian national team in the current situation, not even on the neutral venue.
— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) February 27, 2022
We all want the war to end as soon as possible." pic.twitter.com/NQK6YGNoHJ