Innlent

„Enn þá meiri uggur í mér“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Óskar Hallgrímsson hefur búið í Kænugarði í nokkur ár.
Óskar Hallgrímsson hefur búið í Kænugarði í nokkur ár. stöð 2

Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja  úr borginni í morgun.

Óskar Hallgrímsson íbúi í Kænugarði segist enn ákveðinn í að reyna að vera heima hjá sér þrátt fyrir yfirstandandi innrás Rússa í borgina. Hann segir þó að það hafi verið óþægilegt að fylgjast með  því þegar starfsfólk Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, yfirgáfu höfuðstöðvar stofnunarinnar í miðborg Kænugarðs. 

„Starfsfólk ÖSE yfirgaf borgina í dag og enn þá meiri uggur í mér núna vegna þess,“ segir Óskar. 

Óskar segir að mikill fjöldi íbúa borgarinna hafa vopnast og þá hafi heimamenn notað svo kallaða Molotov- sprengjukokteila í baráttu við innrásarher Rússa. 

Hann fór í bakarí í dag áður en útgöngubann tók gildi í borginni klukkan þrjú.

„Það eru allar hillur tómar hér. Ég kom þó auga á tvö brauð sem greinilega njóta engra vinsælda hér,“ sagði Óskar í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×