Fótbolti

Abramovich íhugar að selja Chelsea

Atli Arason skrifar
 Roman Abramovich, eigandi Chelsea, með heimsmeistaratitill félagsliða (Photo by Michael Regan - FIFA/FIFA via Getty Images)
 Roman Abramovich, eigandi Chelsea, með heimsmeistaratitill félagsliða (Photo by Michael Regan - FIFA/FIFA via Getty Images)

Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er að íhuga að selja félagið. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa vesturveldi lagt til viðskiptaþvingana á Rússa og rússneska viðskiptamenn.

Áhugasamir ónefndir kaupendur, meðal annars frá Bandaríkjunum, eru sagðir fylgjast náið með stöðunni hjá Chelsea með það fyrir huga að gera tilboð í félagið samkvæmt Bandaríska viðskipta fréttamiðlinum Bloomberg.

Chris Bryant, þingmaður breska verkamannaflokksins, kallaði eftir því á breska þinginu á dögunum að banna ætti Abramovich að eiga fótboltafélag í Englandi.

Komi af því að eignir Abramovich í Bretlandi yrðu frystar, þar með talið fótboltafélagið Chelsea, þá myndi það flækja málið og gera sölu á félaginu nánast ómögulega.

Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003 en samkvæmt KPMG er verðmæti Chlesea um 2,1 milljarðar dollara og ef félagið yrði selt á því verðmæti væri það ein verðmætasta sala á knattspyrnufélagi í sögu fótboltans. Til samanburðar var Newcastle selt á 409 milljón dollara seint á síðasta ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.