„Þarf líka góðan leiðtoga sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2022 09:00 Arnar Gunnlaugsson segir Víking hafa verið í leit að leiðtoga sem og góðum fótboltamanni. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkinga segir félagið ekki aðeins hafa verið að leita að góðum fótboltamanna heldur einnig leiðtoga en félagið samdi við hinn sænska Oliver Ekroth í gærdag. „Hann var fyrirliði í sínu liði í mjög sterkri deild. Kann fótbolta. Eftir að Kári (Árnason) og Sölvi (Geir Ottesen) hættu er ekki nóg að finna góðan fótboltamann heldur þarf líka góðan leiðtoga, sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna,“ sagði Arnar um nýjasta leikmann Víkinga. „Hann virkar líka eins og hann sé hungraður að koma og hjálpa okkur að verja báða titlana og gera vel í Evrópu. Það er draumur margra að vera í Evrópukeppni og hann hefur ekki gert það hingað til, ég finn að hann er mjög hungraður í að gera vel á Íslandi.“ „Það hjálpar gríðarlega, hefur mikið aðdráttarafl. Það er ekkert sjálfsagður hlutur að vera í Evrópukeppni og fyrir marga er þetta draumur. Hann er nú 30 ára og búinn að spila í öllum deildum í Svíþjóð og náði loks að spila í efstu deild í fyrra og gerði mjög vel. Nú er næsta skref að gera vel í Evrópu og líka bara hjálpa okkur. Ég held að verkefnið sé mjög spennandi fyrir hann,“ sagði Arnar um mikilvægi þess að vera í Evrópukeppni. „Hvað okkur varðar þá leituðum við mjög lengi. Við gerðum tilboð í einhverja og hann var á listanum okkar í langan tíma, fengum góð meðmæli og reyndum að gera okkar vinnu eins vel og hægt væri. Þetta er stórt mál, að taka útlendinga heim. Heppnast stundum og stundum ekki en mér finnst við hafa unnið grunnvinnuna,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar sagði Víkingsliðið hafa verið í leit að leiðtoga Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
„Hann var fyrirliði í sínu liði í mjög sterkri deild. Kann fótbolta. Eftir að Kári (Árnason) og Sölvi (Geir Ottesen) hættu er ekki nóg að finna góðan fótboltamann heldur þarf líka góðan leiðtoga, sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna,“ sagði Arnar um nýjasta leikmann Víkinga. „Hann virkar líka eins og hann sé hungraður að koma og hjálpa okkur að verja báða titlana og gera vel í Evrópu. Það er draumur margra að vera í Evrópukeppni og hann hefur ekki gert það hingað til, ég finn að hann er mjög hungraður í að gera vel á Íslandi.“ „Það hjálpar gríðarlega, hefur mikið aðdráttarafl. Það er ekkert sjálfsagður hlutur að vera í Evrópukeppni og fyrir marga er þetta draumur. Hann er nú 30 ára og búinn að spila í öllum deildum í Svíþjóð og náði loks að spila í efstu deild í fyrra og gerði mjög vel. Nú er næsta skref að gera vel í Evrópu og líka bara hjálpa okkur. Ég held að verkefnið sé mjög spennandi fyrir hann,“ sagði Arnar um mikilvægi þess að vera í Evrópukeppni. „Hvað okkur varðar þá leituðum við mjög lengi. Við gerðum tilboð í einhverja og hann var á listanum okkar í langan tíma, fengum góð meðmæli og reyndum að gera okkar vinnu eins vel og hægt væri. Þetta er stórt mál, að taka útlendinga heim. Heppnast stundum og stundum ekki en mér finnst við hafa unnið grunnvinnuna,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar sagði Víkingsliðið hafa verið í leit að leiðtoga
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35