„Hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun“ Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 20:38 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja hjá Útlendingastofnun. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn sem fyrir eru teppi aðstöðuna fyrir þeim flóttamönnum sem kunna að koma frá Úkraínu. Fyrirséð er að Íslendingar muni taka við flóttamönnum frá Úkraínu. „Við sem hluti af alþjóðasamfélaginu og hluti af þjóð og ríki sem vill aðstoða fólk í neyð, við munum axla þá ábyrgð,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. En inn í flóttamannavandann fram undan blandast innlent ástand, sem þegar var slæmt að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Í gær setti ríkislögreglustjóri landamæravinnuna upp á óvissustig og það má vel vera að það þurfi að fara upp á hærra öryggisstig vegna þessa ástands sem er og fjölda flóttamanna sem eru að koma hingað og leita eftir vernd. Fjöldinn var um 53 í janúar, hann verður nær 200 í febrúar og við erum að sjá þetta í algeru samræmi við það sem Útlendingastofnun hefur varað við að um leið og Covid-takmörkunum léttir, þá muni streyma hingað fólk,“ segir Jón Gunnarsson. Í svona neyðarástandi, þurfum við ekki eitthvað að rýmka okkar svigrúm til að bregðast við þegar fólk er í sárri neyð? „Það er í sjálfu sér engin ástæða til að rýmka eitthvað sérstaklega. Reglurnar eru bara þannig að eins og staðan er í dag, þegar búið er að lýsa Úkraínu sem óöruggu landi mun fólk óhindrað geta komið hingað til Íslands. Við munum síðan í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir þurfa að taka á þessum flóttamannavanda,“ sagði Jón. Að sögn ráðherrans eru á þriðja hundrað flóttamanna á Íslandi sem nú neita að undirgangast PCR-próf, sem aftur er forsenda fyrir því að hægt sé að vísa þeim aftur til viðtökulandsins. „Þetta fólk neitar að fara í PCR-próf þannig að viðtökulandið neitar að taka við þeim. Við höfum engar valdheimildir til að láta það gera það. Þannig að þetta fólk teppir húsnæði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti. Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ segir Jón. Frumvarp til breyttra útlendingalaga verður lagt fram af ráðherra á allra næstu dögum. „Þar er meðal annars ákvæði þar sem er gríðarlega mikilvægt, að við getum skikkað fólk til að fara í til dæmis PCR-próf,“ segir Jón Gunnarsson. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Fyrirséð er að Íslendingar muni taka við flóttamönnum frá Úkraínu. „Við sem hluti af alþjóðasamfélaginu og hluti af þjóð og ríki sem vill aðstoða fólk í neyð, við munum axla þá ábyrgð,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. En inn í flóttamannavandann fram undan blandast innlent ástand, sem þegar var slæmt að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Í gær setti ríkislögreglustjóri landamæravinnuna upp á óvissustig og það má vel vera að það þurfi að fara upp á hærra öryggisstig vegna þessa ástands sem er og fjölda flóttamanna sem eru að koma hingað og leita eftir vernd. Fjöldinn var um 53 í janúar, hann verður nær 200 í febrúar og við erum að sjá þetta í algeru samræmi við það sem Útlendingastofnun hefur varað við að um leið og Covid-takmörkunum léttir, þá muni streyma hingað fólk,“ segir Jón Gunnarsson. Í svona neyðarástandi, þurfum við ekki eitthvað að rýmka okkar svigrúm til að bregðast við þegar fólk er í sárri neyð? „Það er í sjálfu sér engin ástæða til að rýmka eitthvað sérstaklega. Reglurnar eru bara þannig að eins og staðan er í dag, þegar búið er að lýsa Úkraínu sem óöruggu landi mun fólk óhindrað geta komið hingað til Íslands. Við munum síðan í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir þurfa að taka á þessum flóttamannavanda,“ sagði Jón. Að sögn ráðherrans eru á þriðja hundrað flóttamanna á Íslandi sem nú neita að undirgangast PCR-próf, sem aftur er forsenda fyrir því að hægt sé að vísa þeim aftur til viðtökulandsins. „Þetta fólk neitar að fara í PCR-próf þannig að viðtökulandið neitar að taka við þeim. Við höfum engar valdheimildir til að láta það gera það. Þannig að þetta fólk teppir húsnæði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti. Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ segir Jón. Frumvarp til breyttra útlendingalaga verður lagt fram af ráðherra á allra næstu dögum. „Þar er meðal annars ákvæði þar sem er gríðarlega mikilvægt, að við getum skikkað fólk til að fara í til dæmis PCR-próf,“ segir Jón Gunnarsson.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24