„Hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun“ Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 20:38 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja hjá Útlendingastofnun. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn sem fyrir eru teppi aðstöðuna fyrir þeim flóttamönnum sem kunna að koma frá Úkraínu. Fyrirséð er að Íslendingar muni taka við flóttamönnum frá Úkraínu. „Við sem hluti af alþjóðasamfélaginu og hluti af þjóð og ríki sem vill aðstoða fólk í neyð, við munum axla þá ábyrgð,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. En inn í flóttamannavandann fram undan blandast innlent ástand, sem þegar var slæmt að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Í gær setti ríkislögreglustjóri landamæravinnuna upp á óvissustig og það má vel vera að það þurfi að fara upp á hærra öryggisstig vegna þessa ástands sem er og fjölda flóttamanna sem eru að koma hingað og leita eftir vernd. Fjöldinn var um 53 í janúar, hann verður nær 200 í febrúar og við erum að sjá þetta í algeru samræmi við það sem Útlendingastofnun hefur varað við að um leið og Covid-takmörkunum léttir, þá muni streyma hingað fólk,“ segir Jón Gunnarsson. Í svona neyðarástandi, þurfum við ekki eitthvað að rýmka okkar svigrúm til að bregðast við þegar fólk er í sárri neyð? „Það er í sjálfu sér engin ástæða til að rýmka eitthvað sérstaklega. Reglurnar eru bara þannig að eins og staðan er í dag, þegar búið er að lýsa Úkraínu sem óöruggu landi mun fólk óhindrað geta komið hingað til Íslands. Við munum síðan í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir þurfa að taka á þessum flóttamannavanda,“ sagði Jón. Að sögn ráðherrans eru á þriðja hundrað flóttamanna á Íslandi sem nú neita að undirgangast PCR-próf, sem aftur er forsenda fyrir því að hægt sé að vísa þeim aftur til viðtökulandsins. „Þetta fólk neitar að fara í PCR-próf þannig að viðtökulandið neitar að taka við þeim. Við höfum engar valdheimildir til að láta það gera það. Þannig að þetta fólk teppir húsnæði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti. Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ segir Jón. Frumvarp til breyttra útlendingalaga verður lagt fram af ráðherra á allra næstu dögum. „Þar er meðal annars ákvæði þar sem er gríðarlega mikilvægt, að við getum skikkað fólk til að fara í til dæmis PCR-próf,“ segir Jón Gunnarsson. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fyrirséð er að Íslendingar muni taka við flóttamönnum frá Úkraínu. „Við sem hluti af alþjóðasamfélaginu og hluti af þjóð og ríki sem vill aðstoða fólk í neyð, við munum axla þá ábyrgð,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag. En inn í flóttamannavandann fram undan blandast innlent ástand, sem þegar var slæmt að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kveðst hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Í gær setti ríkislögreglustjóri landamæravinnuna upp á óvissustig og það má vel vera að það þurfi að fara upp á hærra öryggisstig vegna þessa ástands sem er og fjölda flóttamanna sem eru að koma hingað og leita eftir vernd. Fjöldinn var um 53 í janúar, hann verður nær 200 í febrúar og við erum að sjá þetta í algeru samræmi við það sem Útlendingastofnun hefur varað við að um leið og Covid-takmörkunum léttir, þá muni streyma hingað fólk,“ segir Jón Gunnarsson. Í svona neyðarástandi, þurfum við ekki eitthvað að rýmka okkar svigrúm til að bregðast við þegar fólk er í sárri neyð? „Það er í sjálfu sér engin ástæða til að rýmka eitthvað sérstaklega. Reglurnar eru bara þannig að eins og staðan er í dag, þegar búið er að lýsa Úkraínu sem óöruggu landi mun fólk óhindrað geta komið hingað til Íslands. Við munum síðan í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir þurfa að taka á þessum flóttamannavanda,“ sagði Jón. Að sögn ráðherrans eru á þriðja hundrað flóttamanna á Íslandi sem nú neita að undirgangast PCR-próf, sem aftur er forsenda fyrir því að hægt sé að vísa þeim aftur til viðtökulandsins. „Þetta fólk neitar að fara í PCR-próf þannig að viðtökulandið neitar að taka við þeim. Við höfum engar valdheimildir til að láta það gera það. Þannig að þetta fólk teppir húsnæði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti. Það er hreint neyðarástand hjá Útlendingastofnun að finna húsnæði fyrir fólkið sem er að koma núna,“ segir Jón. Frumvarp til breyttra útlendingalaga verður lagt fram af ráðherra á allra næstu dögum. „Þar er meðal annars ákvæði þar sem er gríðarlega mikilvægt, að við getum skikkað fólk til að fara í til dæmis PCR-próf,“ segir Jón Gunnarsson.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ráðherra hefur ekki falið flóttamannanefnd að fjalla um Úkraínu Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar. 25. febrúar 2022 10:24