Innlent

Elísa­bet vill 3. sætið hjá Sjálf­­stæðis­­mönnum í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Elísabet Sveinsdóttir.
Elísabet Sveinsdóttir. Aðsend

Elísabet Sveinsdóttir markaðsstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 14. maí næstkomandi.

Í tilkynningu segir að hennar hjartans mál sé almenn velferð íbúa bæjarins með áherslu á styrka fjármálastjórn.

„Elísabet hefur búið í Kópavogi, ásamt eiginmanni sínum Aðalsteini Jónssyni, íþróttakennara og þjálfara, í 30 ár. Þau eiga þrjá syni, Arnór Svein, Bjarka og Einar Braga sem búa sömuleiðis í Kópavogi og hafa tekið þátt í öflugu íþróttalífi bæjarins frá blautu barnsbeini með mjög góðum árangri. Árið 2008 stofnaði Elísabet, ásamt vinkonum sínum Á allra vörum og hafa þær safnað upp undir einum milljarði króna til hinna ýmsu velferðarmála,“ segir í tilkynningunni.

„Grunnurinn að heilbrigðu bæjarfélagi er styrk fjármálastjórn eða 0% sóun fjármála því þannig er hægt að gera svo margt annað sem eykur velferð og velsæld íbúa – sem á alltaf að vera #1. Mig dreymir sömuleiðis um að umhverfis- og sjálfbærni mál verði sett af einhverri alvöru á dagskrá, það er ekki eftir neinu að bíða,“ er haft eftir Elísabetu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×