Fótbolti

Hamrarnir til Spánar og Barcelona mætir Galatasaray

Sindri Sverrisson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang og Frankie de Jong fögnuðu vel í sigri Barcelona á Napoli.
Pierre-Emerick Aubameyang og Frankie de Jong fögnuðu vel í sigri Barcelona á Napoli. Getty/Francesco Pecoraro

Austurríska liðið RB Leipzig dróst gegn Spartak Moskvu í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og bíður þess því að vita hvar útileikurinn verður spilaður því UEFA hefur ákveðið að loka fyrir leiki í Rússlandi og Úkraínu vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Dregið var í 16-liða úrslit nú í hádeginu og á meðal viðureigna má nefna að Barcelona mætir tyrkneska liðinu Galatasaray.

West Ham, eina enska liðið sem eftir er í keppninni, á fyrir höndum ferðalag til Spánar því liðið dróst gegn Sevilla sem unnið hefur keppnina oftast eða sex sinnum.

Drátturinn í 16-liða úrslit:

Rangers - Rauða stjarnan

Braga - Monaco

Porto - Lyon

Atalanta - Bayer Leverkusen

Sevilla - West Ham

Barcelona - Galatasaray

RB Leipzig - Spartak Moscow

Real Betis - Eintracht Frankfurt


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×