Innlent

Mótmæltu við rússneska sendiráðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi tvö voru mætt á mótmælin upp úr klukkan 17.
Þessi tvö voru mætt á mótmælin upp úr klukkan 17. Vísir/Vilhelm

Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi.

Þegar þetta er ritað hafa yfir þúsund manns lýst yfir áhuga á því að mæta á mótmælin og tæplega þrjú hundruð boðað komu sína. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi, stendur að viðburðinum. 

Upptöku af mótmælunum má finna í spilaranum hér fyrir neðan. 

Hann sagði í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið áfall þegar hann frétti af innrás Rússa inn í Úkraínu í morgun.

„Bara sjokk. Það var tilfinningin sem ég fékk og líklega hundruðir þúsunda Rússa. Ég er sjálfur aðallega bara vonsvikinn. Maður hefur fylgst með stöðunni alveg frá innlimun Krímskaga 2014 sem blaðamaður. En hvorki þá né fram að þessu óraði mig fyrir því að það kæmi til allsherjarstríðs. Maður hafði bara ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér. Þeim mun hræðilegra áfall eru þessar fréttir.“

Hér er hlekkur á Facebook-síðu viðburðarins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×