Óveður 21. og 22. febrúar 2022

Fréttamynd

Magnaðar myndir af ó­veðrinu síðast­liðna viku

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis fangaði magnaðar myndir af óveðrinu sem gengið hefur yfir landið síðustu daga. Vitlaust veður hefur víða verið hér á landi síðustu daga, nú eða eiginlega síðan í byrjun árs. 

Innlent
Fréttamynd

Hvergerðingar taka höndum saman og krakkarnir þakklátir

Hvergerðingar hyggjast taka höndum saman við að endurbyggja Hamarshöllina sem eyðilagðist í óveðrinu sem gekk yfir í gærmorgun og margir ætla að gefa vinnu sína. Þeir segja þetta mikinn skell fyrir samfélagið en ætla að taka þetta á jákvæðninni.

Innlent
Fréttamynd

Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður

Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 

Innlent
Fréttamynd

Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný

Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins

Töluvert er um að skemmdir hafi orðið á rafdreifikerfi Veitna vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Rafmagnsstaurar hafa víða brotnað, línur slitnað auk þess sem ísing hefur safnast upp á þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­­­lína telur smáa­­­ letrið lýsa hrapps­hætti

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur sem búsett er í Reykjavík lenti í leka vegna asahláku og skýfalls. Af því að vatnið kemur að utan segir hún tryggingafélagið Vörð stikkfrí. Hún telur sig og aðra fórnarlambs hins svokallaða smáaleturs.

Innlent
Fréttamynd

Hamarshöllin í Hveragerði fokin

Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“

Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.