Fótbolti

Félag Guðlaugs Victors fjarlægir merki Gazprom af treyjunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson er lykilmaður hjá Schalke 04.
Guðlaugur Victor Pálsson er lykilmaður hjá Schalke 04. getty/Ralf Treese

Schalke 04, sem landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson, leikur með hefur ákveðið að fjarlægja merki rússneska olíufyrirtækisins Gazprom af treyju sinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Gazprom er aðalstyrktaraðili Schalke en samningur félagsins við rússneska olíufyrirtækið gildir til 2025. Talið er að samningurinn færi Schalke 1,34 milljarð íslenskra króna á ári hverju.

En vegna atburða síðustu daga og innrásar Rússa í Úkraínu hefur Schalke ákveðið að fjarlægja merki Gazprom af treyju félagsins. Í staðinn kemur einfaldlega nafnið Schalke 04.

Schalke er í 5. sæti þýsku B-deildarinnar. Liðið féll úr þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Guðlaugur Victor gekk í raðir Schalke frá Darmstadt síðasta sumar. Hann er fastamaður í liði Schalke og hefur stundum verið fyrirliði þess í vetur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.