„Vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 14:31 Mircea Lucescu gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara á síðustu leiktíð. Getty/Pavlo Bagmot/Ukrinform Rúmenski knattspyrnustjórinn Mircea Lucescu, sem stýrir Dymamo Kiev í Úkraínu, segist verða að sýna gott fordæmi og ætlar ekki að yfirgefa Kænugarð þrátt fyrir innrás Rússa í landið og sprengingar í borginni. Keppni í úkraínsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað um þrjátíu daga vegna ástandsins í landinu. Hún átti að hefjast að nýju eftir vetrarfrí á morgun. Hinn 76 ára gamli Lucescu, sem gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara í fyrra, býr á æfingasvæði félagsins og ætlar ekki að flýja til Rúmeníu að svo stöddu. Dynamo Kyiv manager Mircea Lucescu: "All sporting activity in Ukraine was suspended for 30 days. I will not leave Kyiv to return to Romania, I'm not a coward. I hope these big people with no brains will stop this war. I never thought this was possible" pic.twitter.com/XSDbrwh9JN— Emanuel Ro u (@Emishor) February 24, 2022 Hann minnti á að hann hefði verið þjálfari Shaktar Donetsk þegar til vopnaðra átaka kom á milli aðskilnaðarsinna á bandi Rússa og herliðs Úkraínu. „Ég mun ekki fara frá Kiev til Rúmeníu því ég er ekki heigull. Ég fór ekki einu sinni þegar brjálæðið byrjaði í Donetsk 2014. Ég get ekki gert það. Það yrði neikvætt fordæmi fyrir alla og myndi ýta undir ótta og ringulreið. Hvernig gæti ég gert það?“ spurði Lucescu í viðtali við Fanatik. „Ég vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð. Ég hélt að til þessa kæmi aldrei,“ sagði Lucescu. Eiginkona hans, Neli, átti pantað flug til Kiev á morgun en hætti við að koma til Úkraínu. Fyrirliði Dynamo Kiev, Serhiy Sydorchuk, skrifaði færslu á Instagram: „Á svona erfiðum tímum styð ég alla þá sem að berjast fyrir því að halda landinu okkar sjálfstæðu. Ég þakka stríðsmönnum okkar, diplómötum og öðrum löndum okkar sem reyna allt til að tryggja sjálfstæði landsins okkar. Dýrð sé Úkraínu!“ Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Keppni í úkraínsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað um þrjátíu daga vegna ástandsins í landinu. Hún átti að hefjast að nýju eftir vetrarfrí á morgun. Hinn 76 ára gamli Lucescu, sem gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara í fyrra, býr á æfingasvæði félagsins og ætlar ekki að flýja til Rúmeníu að svo stöddu. Dynamo Kyiv manager Mircea Lucescu: "All sporting activity in Ukraine was suspended for 30 days. I will not leave Kyiv to return to Romania, I'm not a coward. I hope these big people with no brains will stop this war. I never thought this was possible" pic.twitter.com/XSDbrwh9JN— Emanuel Ro u (@Emishor) February 24, 2022 Hann minnti á að hann hefði verið þjálfari Shaktar Donetsk þegar til vopnaðra átaka kom á milli aðskilnaðarsinna á bandi Rússa og herliðs Úkraínu. „Ég mun ekki fara frá Kiev til Rúmeníu því ég er ekki heigull. Ég fór ekki einu sinni þegar brjálæðið byrjaði í Donetsk 2014. Ég get ekki gert það. Það yrði neikvætt fordæmi fyrir alla og myndi ýta undir ótta og ringulreið. Hvernig gæti ég gert það?“ spurði Lucescu í viðtali við Fanatik. „Ég vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð. Ég hélt að til þessa kæmi aldrei,“ sagði Lucescu. Eiginkona hans, Neli, átti pantað flug til Kiev á morgun en hætti við að koma til Úkraínu. Fyrirliði Dynamo Kiev, Serhiy Sydorchuk, skrifaði færslu á Instagram: „Á svona erfiðum tímum styð ég alla þá sem að berjast fyrir því að halda landinu okkar sjálfstæðu. Ég þakka stríðsmönnum okkar, diplómötum og öðrum löndum okkar sem reyna allt til að tryggja sjálfstæði landsins okkar. Dýrð sé Úkraínu!“
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira