Aguero gæti verið með Argentínu á HM en í nýju hlutverki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 08:00 Sergio Aguero og Lionel Messi fagna sigri Argentínu í Suðurameríkukeppninni síðasta sumar. Getty/Buda Mendes Argentínska knattspyrnugoðsögnin Sergio Aguero varð að leggja skóna á hilluna á dögunum vegna hjartavandamála en svo gæti farið að hann missi samt ekki að næsta heimsmeistaramótinu sem fer fram í Katar í nóvember og desember á þessu ári. Aguero segist vera að ræða við landsliðsþjálfarann Lionel Scaloni um að fá að taka þátt í mótinu en bara í öðru og nýju hlutverki. Aguero samdi við Barcelona í sumar en meiddist á síðustu æfingu fyrir tímabilið og varð síðan að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fundið fyrir hjartsláttartruflunum í leik með Barcelona 30. október. Sergio Aguero insists he 'is going to the World Cup' with Argentina team https://t.co/Tc5aZa7nLq— MailOnline Sport (@MailSport) February 19, 2022 Sex vikum eftir þann leik tilkynnti hann um að fótboltaskórnir væru komnir upp á hillu en Argentínumaðurinn er enn bara 33 ára gamall. Aguero ætlaði sér alltaf að spila á sínu fjórða heimsmeistaramóti en ekkert verður að því. Hann hefur aftur á móti fengið tilboð um að vera í þjálfarateymi argentínska landsliðsins. „Ég vil fara á þetta heimsmeistaramót. Ég ræddi við Scaloni. Hann hringdi í mig og heyrði líka í strákunum í liðinu,“ sagði Sergio Aguero. „Við erum að horfa til þess að hittast í vikunni og sjá hvað er hægt að gera. Það er hugmynd um að ég verði hluti af teyminu. Ég gæti þá fengið að vera með leikmönnunum og taka þátt í æfingunum,“ sagði Aguero. Sergio Aguero is set to be part of the Argentina coaching staff at World Cup 2022 Their third highest scorer of all time will be part of the set up in Qatar for the 11/1 sixth-favourites pic.twitter.com/4aREAcDnhE— Betfair (@Betfair) February 21, 2022 „Ef hjartslátturinn eykst þá vita læknarnir allt um það. Ég er kominn með gangráð. Fyrir nokkrum dögum var ég að hlaupa á hlaupabretti og spilaði einn leik af fótboltatennis en eftir það var ég andstuttur,“ viðurkenndi Aguero. „Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég geti nokkurn tímann sprett úr spori aftur. Ég er hræddur,“ sagði Sergio Aguero. Sergio Aguero skoraði 41 mark í 101 landsleik. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með Manchester City og er markhæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 184 mörk í aðeins 275 leikjum. HM 2022 í Katar Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjá meira
Aguero segist vera að ræða við landsliðsþjálfarann Lionel Scaloni um að fá að taka þátt í mótinu en bara í öðru og nýju hlutverki. Aguero samdi við Barcelona í sumar en meiddist á síðustu æfingu fyrir tímabilið og varð síðan að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fundið fyrir hjartsláttartruflunum í leik með Barcelona 30. október. Sergio Aguero insists he 'is going to the World Cup' with Argentina team https://t.co/Tc5aZa7nLq— MailOnline Sport (@MailSport) February 19, 2022 Sex vikum eftir þann leik tilkynnti hann um að fótboltaskórnir væru komnir upp á hillu en Argentínumaðurinn er enn bara 33 ára gamall. Aguero ætlaði sér alltaf að spila á sínu fjórða heimsmeistaramóti en ekkert verður að því. Hann hefur aftur á móti fengið tilboð um að vera í þjálfarateymi argentínska landsliðsins. „Ég vil fara á þetta heimsmeistaramót. Ég ræddi við Scaloni. Hann hringdi í mig og heyrði líka í strákunum í liðinu,“ sagði Sergio Aguero. „Við erum að horfa til þess að hittast í vikunni og sjá hvað er hægt að gera. Það er hugmynd um að ég verði hluti af teyminu. Ég gæti þá fengið að vera með leikmönnunum og taka þátt í æfingunum,“ sagði Aguero. Sergio Aguero is set to be part of the Argentina coaching staff at World Cup 2022 Their third highest scorer of all time will be part of the set up in Qatar for the 11/1 sixth-favourites pic.twitter.com/4aREAcDnhE— Betfair (@Betfair) February 21, 2022 „Ef hjartslátturinn eykst þá vita læknarnir allt um það. Ég er kominn með gangráð. Fyrir nokkrum dögum var ég að hlaupa á hlaupabretti og spilaði einn leik af fótboltatennis en eftir það var ég andstuttur,“ viðurkenndi Aguero. „Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég geti nokkurn tímann sprett úr spori aftur. Ég er hræddur,“ sagði Sergio Aguero. Sergio Aguero skoraði 41 mark í 101 landsleik. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með Manchester City og er markhæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 184 mörk í aðeins 275 leikjum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjá meira