Aguero gæti verið með Argentínu á HM en í nýju hlutverki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 08:00 Sergio Aguero og Lionel Messi fagna sigri Argentínu í Suðurameríkukeppninni síðasta sumar. Getty/Buda Mendes Argentínska knattspyrnugoðsögnin Sergio Aguero varð að leggja skóna á hilluna á dögunum vegna hjartavandamála en svo gæti farið að hann missi samt ekki að næsta heimsmeistaramótinu sem fer fram í Katar í nóvember og desember á þessu ári. Aguero segist vera að ræða við landsliðsþjálfarann Lionel Scaloni um að fá að taka þátt í mótinu en bara í öðru og nýju hlutverki. Aguero samdi við Barcelona í sumar en meiddist á síðustu æfingu fyrir tímabilið og varð síðan að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fundið fyrir hjartsláttartruflunum í leik með Barcelona 30. október. Sergio Aguero insists he 'is going to the World Cup' with Argentina team https://t.co/Tc5aZa7nLq— MailOnline Sport (@MailSport) February 19, 2022 Sex vikum eftir þann leik tilkynnti hann um að fótboltaskórnir væru komnir upp á hillu en Argentínumaðurinn er enn bara 33 ára gamall. Aguero ætlaði sér alltaf að spila á sínu fjórða heimsmeistaramóti en ekkert verður að því. Hann hefur aftur á móti fengið tilboð um að vera í þjálfarateymi argentínska landsliðsins. „Ég vil fara á þetta heimsmeistaramót. Ég ræddi við Scaloni. Hann hringdi í mig og heyrði líka í strákunum í liðinu,“ sagði Sergio Aguero. „Við erum að horfa til þess að hittast í vikunni og sjá hvað er hægt að gera. Það er hugmynd um að ég verði hluti af teyminu. Ég gæti þá fengið að vera með leikmönnunum og taka þátt í æfingunum,“ sagði Aguero. Sergio Aguero is set to be part of the Argentina coaching staff at World Cup 2022 Their third highest scorer of all time will be part of the set up in Qatar for the 11/1 sixth-favourites pic.twitter.com/4aREAcDnhE— Betfair (@Betfair) February 21, 2022 „Ef hjartslátturinn eykst þá vita læknarnir allt um það. Ég er kominn með gangráð. Fyrir nokkrum dögum var ég að hlaupa á hlaupabretti og spilaði einn leik af fótboltatennis en eftir það var ég andstuttur,“ viðurkenndi Aguero. „Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég geti nokkurn tímann sprett úr spori aftur. Ég er hræddur,“ sagði Sergio Aguero. Sergio Aguero skoraði 41 mark í 101 landsleik. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með Manchester City og er markhæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 184 mörk í aðeins 275 leikjum. HM 2022 í Katar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Aguero segist vera að ræða við landsliðsþjálfarann Lionel Scaloni um að fá að taka þátt í mótinu en bara í öðru og nýju hlutverki. Aguero samdi við Barcelona í sumar en meiddist á síðustu æfingu fyrir tímabilið og varð síðan að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fundið fyrir hjartsláttartruflunum í leik með Barcelona 30. október. Sergio Aguero insists he 'is going to the World Cup' with Argentina team https://t.co/Tc5aZa7nLq— MailOnline Sport (@MailSport) February 19, 2022 Sex vikum eftir þann leik tilkynnti hann um að fótboltaskórnir væru komnir upp á hillu en Argentínumaðurinn er enn bara 33 ára gamall. Aguero ætlaði sér alltaf að spila á sínu fjórða heimsmeistaramóti en ekkert verður að því. Hann hefur aftur á móti fengið tilboð um að vera í þjálfarateymi argentínska landsliðsins. „Ég vil fara á þetta heimsmeistaramót. Ég ræddi við Scaloni. Hann hringdi í mig og heyrði líka í strákunum í liðinu,“ sagði Sergio Aguero. „Við erum að horfa til þess að hittast í vikunni og sjá hvað er hægt að gera. Það er hugmynd um að ég verði hluti af teyminu. Ég gæti þá fengið að vera með leikmönnunum og taka þátt í æfingunum,“ sagði Aguero. Sergio Aguero is set to be part of the Argentina coaching staff at World Cup 2022 Their third highest scorer of all time will be part of the set up in Qatar for the 11/1 sixth-favourites pic.twitter.com/4aREAcDnhE— Betfair (@Betfair) February 21, 2022 „Ef hjartslátturinn eykst þá vita læknarnir allt um það. Ég er kominn með gangráð. Fyrir nokkrum dögum var ég að hlaupa á hlaupabretti og spilaði einn leik af fótboltatennis en eftir það var ég andstuttur,“ viðurkenndi Aguero. „Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég geti nokkurn tímann sprett úr spori aftur. Ég er hræddur,“ sagði Sergio Aguero. Sergio Aguero skoraði 41 mark í 101 landsleik. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með Manchester City og er markhæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 184 mörk í aðeins 275 leikjum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira