Aguero gæti verið með Argentínu á HM en í nýju hlutverki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2022 08:00 Sergio Aguero og Lionel Messi fagna sigri Argentínu í Suðurameríkukeppninni síðasta sumar. Getty/Buda Mendes Argentínska knattspyrnugoðsögnin Sergio Aguero varð að leggja skóna á hilluna á dögunum vegna hjartavandamála en svo gæti farið að hann missi samt ekki að næsta heimsmeistaramótinu sem fer fram í Katar í nóvember og desember á þessu ári. Aguero segist vera að ræða við landsliðsþjálfarann Lionel Scaloni um að fá að taka þátt í mótinu en bara í öðru og nýju hlutverki. Aguero samdi við Barcelona í sumar en meiddist á síðustu æfingu fyrir tímabilið og varð síðan að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fundið fyrir hjartsláttartruflunum í leik með Barcelona 30. október. Sergio Aguero insists he 'is going to the World Cup' with Argentina team https://t.co/Tc5aZa7nLq— MailOnline Sport (@MailSport) February 19, 2022 Sex vikum eftir þann leik tilkynnti hann um að fótboltaskórnir væru komnir upp á hillu en Argentínumaðurinn er enn bara 33 ára gamall. Aguero ætlaði sér alltaf að spila á sínu fjórða heimsmeistaramóti en ekkert verður að því. Hann hefur aftur á móti fengið tilboð um að vera í þjálfarateymi argentínska landsliðsins. „Ég vil fara á þetta heimsmeistaramót. Ég ræddi við Scaloni. Hann hringdi í mig og heyrði líka í strákunum í liðinu,“ sagði Sergio Aguero. „Við erum að horfa til þess að hittast í vikunni og sjá hvað er hægt að gera. Það er hugmynd um að ég verði hluti af teyminu. Ég gæti þá fengið að vera með leikmönnunum og taka þátt í æfingunum,“ sagði Aguero. Sergio Aguero is set to be part of the Argentina coaching staff at World Cup 2022 Their third highest scorer of all time will be part of the set up in Qatar for the 11/1 sixth-favourites pic.twitter.com/4aREAcDnhE— Betfair (@Betfair) February 21, 2022 „Ef hjartslátturinn eykst þá vita læknarnir allt um það. Ég er kominn með gangráð. Fyrir nokkrum dögum var ég að hlaupa á hlaupabretti og spilaði einn leik af fótboltatennis en eftir það var ég andstuttur,“ viðurkenndi Aguero. „Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég geti nokkurn tímann sprett úr spori aftur. Ég er hræddur,“ sagði Sergio Aguero. Sergio Aguero skoraði 41 mark í 101 landsleik. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með Manchester City og er markhæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 184 mörk í aðeins 275 leikjum. HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Aguero segist vera að ræða við landsliðsþjálfarann Lionel Scaloni um að fá að taka þátt í mótinu en bara í öðru og nýju hlutverki. Aguero samdi við Barcelona í sumar en meiddist á síðustu æfingu fyrir tímabilið og varð síðan að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fundið fyrir hjartsláttartruflunum í leik með Barcelona 30. október. Sergio Aguero insists he 'is going to the World Cup' with Argentina team https://t.co/Tc5aZa7nLq— MailOnline Sport (@MailSport) February 19, 2022 Sex vikum eftir þann leik tilkynnti hann um að fótboltaskórnir væru komnir upp á hillu en Argentínumaðurinn er enn bara 33 ára gamall. Aguero ætlaði sér alltaf að spila á sínu fjórða heimsmeistaramóti en ekkert verður að því. Hann hefur aftur á móti fengið tilboð um að vera í þjálfarateymi argentínska landsliðsins. „Ég vil fara á þetta heimsmeistaramót. Ég ræddi við Scaloni. Hann hringdi í mig og heyrði líka í strákunum í liðinu,“ sagði Sergio Aguero. „Við erum að horfa til þess að hittast í vikunni og sjá hvað er hægt að gera. Það er hugmynd um að ég verði hluti af teyminu. Ég gæti þá fengið að vera með leikmönnunum og taka þátt í æfingunum,“ sagði Aguero. Sergio Aguero is set to be part of the Argentina coaching staff at World Cup 2022 Their third highest scorer of all time will be part of the set up in Qatar for the 11/1 sixth-favourites pic.twitter.com/4aREAcDnhE— Betfair (@Betfair) February 21, 2022 „Ef hjartslátturinn eykst þá vita læknarnir allt um það. Ég er kominn með gangráð. Fyrir nokkrum dögum var ég að hlaupa á hlaupabretti og spilaði einn leik af fótboltatennis en eftir það var ég andstuttur,“ viðurkenndi Aguero. „Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég geti nokkurn tímann sprett úr spori aftur. Ég er hræddur,“ sagði Sergio Aguero. Sergio Aguero skoraði 41 mark í 101 landsleik. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með Manchester City og er markhæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 184 mörk í aðeins 275 leikjum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira