Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 00:53 Gunnar Ingi og Magnús Stefán voru léttir í bragði þrátt fyrir stöðuvatnið á Miklubraut. Vísir Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. „Við byrjuðum bara á því að aðstoða bíla sem voru í vandræðum í vatninu hérna svo aðstoðuðum við Vegagerðina aðeins við að opna niðurföllin, þeir komu hérna til að grafa en þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir þannig við redduðum þeim bara aðeins,“ segir Magnús. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í tilkynningu skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld að ökumenn hafi verið að lenda í vandræðum víða. Fráveitukerfin hafi ekki haft undan og því ljóst að ástandið muni vara áfram. Gunnar og Magnús vara fólk á litlum fólksbílum við að aka á vatnsmiklum götum, líkt og Miklubrautinni. „Þetta getur drekkt bílnum þínum mjög auðveldlega ef þú ferð ekki varlega út í þetta, það er búið að gerast hérna á nokkrum stöðum,“ segir Gunnar og tekur Magnús undir. „Fólk þarf að fara varlega, fara mjög hægt og vera ekki að fara í gegnum þessa polla á minni bílum, það bara sýnir sig,“ segir Magnús. Þeir vilja þó ekki meina að um sérstaklega erfitt verkefni sé að ræða, þó þeir væru sjálfir standandi í hálfgerðu stöðuvatni á Miklubrautinni. „Þetta er bara verkefni. Maður fer í þetta eins og allt annað,“ segir Gunnar. Þá væri réttur útbúnaður lykilatriði, en sjálfir voru þeir í galla sem líktist kafarabúningi. „Þetta er bara þurrgalli hugsaður til að blotna ekki í gegn, þannig að við getum verið hérna úti í rigningunni aðeins lengur en þú,“ segir Magnús í léttu bragði. Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Við byrjuðum bara á því að aðstoða bíla sem voru í vandræðum í vatninu hérna svo aðstoðuðum við Vegagerðina aðeins við að opna niðurföllin, þeir komu hérna til að grafa en þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir þannig við redduðum þeim bara aðeins,“ segir Magnús. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í tilkynningu skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld að ökumenn hafi verið að lenda í vandræðum víða. Fráveitukerfin hafi ekki haft undan og því ljóst að ástandið muni vara áfram. Gunnar og Magnús vara fólk á litlum fólksbílum við að aka á vatnsmiklum götum, líkt og Miklubrautinni. „Þetta getur drekkt bílnum þínum mjög auðveldlega ef þú ferð ekki varlega út í þetta, það er búið að gerast hérna á nokkrum stöðum,“ segir Gunnar og tekur Magnús undir. „Fólk þarf að fara varlega, fara mjög hægt og vera ekki að fara í gegnum þessa polla á minni bílum, það bara sýnir sig,“ segir Magnús. Þeir vilja þó ekki meina að um sérstaklega erfitt verkefni sé að ræða, þó þeir væru sjálfir standandi í hálfgerðu stöðuvatni á Miklubrautinni. „Þetta er bara verkefni. Maður fer í þetta eins og allt annað,“ segir Gunnar. Þá væri réttur útbúnaður lykilatriði, en sjálfir voru þeir í galla sem líktist kafarabúningi. „Þetta er bara þurrgalli hugsaður til að blotna ekki í gegn, þannig að við getum verið hérna úti í rigningunni aðeins lengur en þú,“ segir Magnús í léttu bragði.
Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17
Lægðin í beinni Aftakaveður gengur nú yfir landið en rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hér má sjá lægðina í beinni útsendingu. 21. febrúar 2022 20:59
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34