Óbólusettir gætu áfram sætt takmörkunum við landamærin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 17:52 Málið verður rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið en starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta hefur komið að því. vísir/vilhelm Langtímafyrirkomulag sóttvarna á landamærum verður til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þar má vænta mikilla tilslakana og jafnvel algerra afléttinga fyrir bólusetta. Nokkrar útfærslur eru til skoðunar en samkvæmt heimildum fréttastofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólusetta sem koma inn í landið. Við gildandi reglur verða bólusettir Íslendingar að fara í sýnatöku innan við 48 klukkustundum eftir komuna til landsins. Bólusettir ferðamenn verða þá að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvél eða skip á leið til landsins. Óbólusettir verða hins vegar að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Þessar reglur renna út á mánudaginn eftir slétta viku, þann 28. febrúar. Starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta, forsætisráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hefur undanfarið unnið að tillögum um fyrirkomulag á landamærum fyrir vorið. Sá hópur hefur skilað af sér og verða niðurstöður hans til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hér er ekki um að ræða tillögur í formi minnisblaðs frá sóttvarnalækni en hann hefur ekki komið að vinnu hópsins. Í niðurstöðunum eru nokkrar leiðir teknar til umfjöllunar. Heimildir fréttastofu herma að það verði líklegasta lendingin að afnema allar helstu takmarkanir við landamærin en ríkisstjórnin muni ræða það hvort halda eigi takmörkunum fyrir óbólusetta. Það myndi þá duga að framvísa gildu bólusetningarvottorði til að komast inn í landið án þess að fara í PCR-próf í næstu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Við gildandi reglur verða bólusettir Íslendingar að fara í sýnatöku innan við 48 klukkustundum eftir komuna til landsins. Bólusettir ferðamenn verða þá að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvél eða skip á leið til landsins. Óbólusettir verða hins vegar að fara í fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Þessar reglur renna út á mánudaginn eftir slétta viku, þann 28. febrúar. Starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta, forsætisráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hefur undanfarið unnið að tillögum um fyrirkomulag á landamærum fyrir vorið. Sá hópur hefur skilað af sér og verða niðurstöður hans til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hér er ekki um að ræða tillögur í formi minnisblaðs frá sóttvarnalækni en hann hefur ekki komið að vinnu hópsins. Í niðurstöðunum eru nokkrar leiðir teknar til umfjöllunar. Heimildir fréttastofu herma að það verði líklegasta lendingin að afnema allar helstu takmarkanir við landamærin en ríkisstjórnin muni ræða það hvort halda eigi takmörkunum fyrir óbólusetta. Það myndi þá duga að framvísa gildu bólusetningarvottorði til að komast inn í landið án þess að fara í PCR-próf í næstu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira