Hafa mestar áhyggjur af vatnstjóni í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 14:59 Í miklum vindi og úrkomu leysir snjóinn fyrr. vísir/vilhelm Almannavarnir biðla til fólks, sérstaklega þeirra sem búa á suðvesturhorninu, að huga vel að niðurföllum við hús sín og í næsta nágrenni fyrir kvöldið. Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna óveðurs í kvöld þar sem spáð er mikilli úrkomu. „Það verður mikill vindur og rigning og þá bráðnar snjórinn sem hefur safnast upp síðustu daga mjög hratt. Þannig að það er þetta vatnstjón sem er oft svo erfitt að eiga við og við höfum áhyggjur af,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Fólk ætti að reyna að huga að niðurföllum í kring um sig þar sem óvíst sé að sveitarfélögin nái að hreinsa þau öll fyrir kvöldið. „Það geta myndast stórir pollar og flætt að húsum ef vatn kemst ekki að niðurföllum,“ segir Víðir. Foreldrar fylgist vel með fréttum um skólahald Einnig er hætta á að lausamunir fjúki og þá gæti orðið meira foktjón enda gert ráð fyrir miklum vindi. Hviðurnar gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu á suðvesturhorninu í kvöld. „Svona veðri geta líka fylgt rafmagnstruflanir. Þetta byrjar í kvöld og verður eitthvað inn í nóttina en svo er þeitta eiginlega tvískipt því að það kemur aftur vont veður í fyrramálið. Það er ekki alveg ljóst í hvaða formi úrkoman verður þá og við bíðum bara eftir að sjá nýjustu spárnar frá Veðurstofunni sem koma síðar í dag,“ segir Víðir. Því sé of snemmt að ætla að mæla með lokun skóla eins og gert var fyrir tveimur vikum þegar rauð viðvörun var síðast gefin út á höfuðborgarsvæðinu. „En foreldrar þurfa allavega að gera ráð fyrir því að þurfa að fylgja börnunum í skólann á morgun og bara að fylgjast vel með fréttum í kvöld og í fyrramálið og sjá hver staðan verður.“ Engar ferðir milli landshluta Hann segir þá ljóst að ekkert ferðaveður sé milli landshluta á Suðvesturhorninu og víðar um land í kvöld og í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hefur ekki verið tekin ákvörðun um að fresta ferðum strætisvagna enn sem komið er en akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða mun ekki vera með ferðir í kvöld. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ljóst að það verði einhverjar raskanir á ferðum úti á landi. Það verði þó að koma betur í ljós þegar líður á daginn hvaða vegir verða opnir og hvar vindur verður mestur. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Það verður mikill vindur og rigning og þá bráðnar snjórinn sem hefur safnast upp síðustu daga mjög hratt. Þannig að það er þetta vatnstjón sem er oft svo erfitt að eiga við og við höfum áhyggjur af,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavörnum. Fólk ætti að reyna að huga að niðurföllum í kring um sig þar sem óvíst sé að sveitarfélögin nái að hreinsa þau öll fyrir kvöldið. „Það geta myndast stórir pollar og flætt að húsum ef vatn kemst ekki að niðurföllum,“ segir Víðir. Foreldrar fylgist vel með fréttum um skólahald Einnig er hætta á að lausamunir fjúki og þá gæti orðið meira foktjón enda gert ráð fyrir miklum vindi. Hviðurnar gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu á suðvesturhorninu í kvöld. „Svona veðri geta líka fylgt rafmagnstruflanir. Þetta byrjar í kvöld og verður eitthvað inn í nóttina en svo er þeitta eiginlega tvískipt því að það kemur aftur vont veður í fyrramálið. Það er ekki alveg ljóst í hvaða formi úrkoman verður þá og við bíðum bara eftir að sjá nýjustu spárnar frá Veðurstofunni sem koma síðar í dag,“ segir Víðir. Því sé of snemmt að ætla að mæla með lokun skóla eins og gert var fyrir tveimur vikum þegar rauð viðvörun var síðast gefin út á höfuðborgarsvæðinu. „En foreldrar þurfa allavega að gera ráð fyrir því að þurfa að fylgja börnunum í skólann á morgun og bara að fylgjast vel með fréttum í kvöld og í fyrramálið og sjá hver staðan verður.“ Engar ferðir milli landshluta Hann segir þá ljóst að ekkert ferðaveður sé milli landshluta á Suðvesturhorninu og víðar um land í kvöld og í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hefur ekki verið tekin ákvörðun um að fresta ferðum strætisvagna enn sem komið er en akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða mun ekki vera með ferðir í kvöld. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ljóst að það verði einhverjar raskanir á ferðum úti á landi. Það verði þó að koma betur í ljós þegar líður á daginn hvaða vegir verða opnir og hvar vindur verður mestur. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó
Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. 21. febrúar 2022 10:47