Roy Keane hefur ekki áhyggjur af Man Utd eftir gærdaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 08:01 Paul Pogba og Jesse Lingard fara fyrir fögnuði leikmanna Manchester United eftir sigurinn á Leeds í gær. AP/Jon Super Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, hefur verið óhræddur við að gagnrýna sitt gamla félag í starfi sínu sem fótboltasérfræðingur í sjónvarpi en hann var frekar jákvæður eftir sigur United á Leeds í gær. Keane er sannfærður um að Manchester United liðið nái fjórða sætinu og verði því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég held að United verði ekki í miklum vandræðum með að ná fjórða sætinu,“ sagði Roy Keane á Sky Sports eftir 4-2 sigur Manchester United á Leeds á Elland Road. „Það hefur verið mikið um fréttir af leikmönnum sem vilja losna frá félaginu eins og þeir (Paul) Pogba og Jesse Lingard en þeir þurfa bara að einbeita sér að næstu mánuðum sem eru mikilvægir fyrir klúbbinn,“ sagði Keane. Eftir sigurinn í gær þá er Manchester United liðið fjórum stigum á undan West Ham og Arsenal sem eru í fimmta og sjötta sætinu. Arsenal á samt þrjá leiki inni á United. „Þeir verða að reyna að ná þessu fjórða sæti og svo er stór Evrópuleikur fram undan. Einbeitið ykkur að því og ykkar leikjum,“ sagði Keane. „Í framhaldinu geta menn svo náð vopnum sínum í sumar með því fá inn nýja stjóra og styrkja liðið. Þeir þurfa að halda höfði sínu hátt, halda einbeitingu og sýna gæðin sem þeir sýndu í dag. Ef það tekst þá ættu þeir að vera í lagi,“ sagði Keane. Það má sjá karlinn í essinu sínu hér fyrir neðan. Will Manchester United secure a top four spot come the end of the season? Roy Keane has his say on the Red Devils after their victory over Leeds pic.twitter.com/zpgm9rzTK4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 20, 2022 Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Keane er sannfærður um að Manchester United liðið nái fjórða sætinu og verði því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég held að United verði ekki í miklum vandræðum með að ná fjórða sætinu,“ sagði Roy Keane á Sky Sports eftir 4-2 sigur Manchester United á Leeds á Elland Road. „Það hefur verið mikið um fréttir af leikmönnum sem vilja losna frá félaginu eins og þeir (Paul) Pogba og Jesse Lingard en þeir þurfa bara að einbeita sér að næstu mánuðum sem eru mikilvægir fyrir klúbbinn,“ sagði Keane. Eftir sigurinn í gær þá er Manchester United liðið fjórum stigum á undan West Ham og Arsenal sem eru í fimmta og sjötta sætinu. Arsenal á samt þrjá leiki inni á United. „Þeir verða að reyna að ná þessu fjórða sæti og svo er stór Evrópuleikur fram undan. Einbeitið ykkur að því og ykkar leikjum,“ sagði Keane. „Í framhaldinu geta menn svo náð vopnum sínum í sumar með því fá inn nýja stjóra og styrkja liðið. Þeir þurfa að halda höfði sínu hátt, halda einbeitingu og sýna gæðin sem þeir sýndu í dag. Ef það tekst þá ættu þeir að vera í lagi,“ sagði Keane. Það má sjá karlinn í essinu sínu hér fyrir neðan. Will Manchester United secure a top four spot come the end of the season? Roy Keane has his say on the Red Devils after their victory over Leeds pic.twitter.com/zpgm9rzTK4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 20, 2022
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira