Erlent

Elísa­bet Breta­drottning með Co­vid

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Elísabet Bretadrottning er orðin 95 ára gömul. 
Elísabet Bretadrottning er orðin 95 ára gömul.  Getty/Ben Stansall

Elísa­bet Breta­drottning hefur greinst með kórónu­veiruna. Í til­kynningu frá bresku konungs­fjöl­skyldunni segir að hún sé með væg kvef­ein­kenni eins og er.

Í til­kynningunni segir að hún muni halda á­fram að sinna ein­földum verk­efnum sínum innan hallarinnar á meðan veikindin eru ekki al­var­legri.

Hún verður þó undir læknis­eftir­liti í höllinni.

Breska ríkis­út­varpið segir að drottningin hafi verið í sam­skiptum við elsta son sinn, Karl Breta­prins, skömmu áður en hann greindist með veiruna í síðustu viku.

Drottningin er orðin 95 ára gömul og fagnaði þeim á­fanga fyrr í mánuðinum að hafa verið drottning í heil 70 ár.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.