Hundruð strandaglópa í Bláa lóninu Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2022 22:23 Tveir viðmælendur Vísis áætla að allt að 800 manns séu nú strand í Bláa lóninu. Aðsend Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið. Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður átti að yfirgefa Bláa lónið ásamt fjörutíu manna ferðamannahóp en hefur hvorki komist lönd né strönd vegna veðurs. Af þeim fjörutíu eru minnst átta sem þurfa að vera komin upp á flugvöll fyrir fyrsta hanagal á morgun. Ásgeir segir þá farþega vera orðna ansi stressaða, í samtali við Vísi. Hann áætlar að um sex til átta hundruð manns séu nú strandaglópar í Bláa lóninu og annar leiðsögumaður sem hringdi inn á fréttastofu skaut á sama fjölda. Arnar Steinn Elísson svæðisstjórnandi hjá Landsbjörgu segir hins vegar að um 330 manns séu á svæðinu. Ásgeir segir að nokkuð vel fari um fólkið miðað við aðstæður og að Bláa lónið og starfsmenn þess eigi heiður skilið fyrir þjónustuna. Veitingastaður og bar sé opinn fram yfir auglýstan opnunartíma og fólk hafi fengið kaffi og ís í boði lónsins. Bílar á Grindavíkurvegi tefja Vegagerðina Arnar Steinn segir í samtali við Vísi að þegar sé búið að opna Reykjanesbraut á ný en að ekki hafi tekist að opna Grindavíkurveg ennþá. Hann segir að bílar sem hafa fests á veginum í dag séu í vegi snjóruðningstækja og því þurfi að losa þá áður en hafist verður handa að ruðningi. Hann segir skyggni og færð á veginum hafa verið mjög slæma í allan dag og að mikið hafi mætt á björgunarsveitafólki á svæðinu. „Þetta er bara búið að vera eins og snjóbolti í allan dag,“ segir hann. Arnar Steinn segist vonast til þess að búið verði að ná bílum af veginum eftir um þrjátíu mínútur. Þá segir hann að þegar unnt verði að opna veginn muni björgunarsveitir framkvæma svokallaðan fylgdarakstur enda er enn hvasst á svæðinu, um nítján metrar á sekúndu. Hann segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að stórar rútur muni keyra veginn frá Bláa lóninu í svo miklu hvassviðri enda séu rútubílstjórar almennt öllu vanir. Veltir fyrir sér hvort öllum brögðum sé beitt Ásgeir varpaði fram þeirri spurningu hvort Vegagerðin reri að því öllum árum að ryðja Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg til þess að fólk missi ekki af sínu flugi. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ferðamennirnir komist til Reykjavíkur áður en flogið verður enda þurfi þeir að pakka og þess háttar. Hann segist þó ekki fullyrða neitt um það að Vegagerðin sé ekki að nota öll sín tæki og tól til að bjarga málunum. Arnar Steinn tekur undir með Ásgeiri og segir mikilvægt að halda Reykjanesbrautinni opinni enda sé flug frá Keflavík enn á áætlun. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Grindavík Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður átti að yfirgefa Bláa lónið ásamt fjörutíu manna ferðamannahóp en hefur hvorki komist lönd né strönd vegna veðurs. Af þeim fjörutíu eru minnst átta sem þurfa að vera komin upp á flugvöll fyrir fyrsta hanagal á morgun. Ásgeir segir þá farþega vera orðna ansi stressaða, í samtali við Vísi. Hann áætlar að um sex til átta hundruð manns séu nú strandaglópar í Bláa lóninu og annar leiðsögumaður sem hringdi inn á fréttastofu skaut á sama fjölda. Arnar Steinn Elísson svæðisstjórnandi hjá Landsbjörgu segir hins vegar að um 330 manns séu á svæðinu. Ásgeir segir að nokkuð vel fari um fólkið miðað við aðstæður og að Bláa lónið og starfsmenn þess eigi heiður skilið fyrir þjónustuna. Veitingastaður og bar sé opinn fram yfir auglýstan opnunartíma og fólk hafi fengið kaffi og ís í boði lónsins. Bílar á Grindavíkurvegi tefja Vegagerðina Arnar Steinn segir í samtali við Vísi að þegar sé búið að opna Reykjanesbraut á ný en að ekki hafi tekist að opna Grindavíkurveg ennþá. Hann segir að bílar sem hafa fests á veginum í dag séu í vegi snjóruðningstækja og því þurfi að losa þá áður en hafist verður handa að ruðningi. Hann segir skyggni og færð á veginum hafa verið mjög slæma í allan dag og að mikið hafi mætt á björgunarsveitafólki á svæðinu. „Þetta er bara búið að vera eins og snjóbolti í allan dag,“ segir hann. Arnar Steinn segist vonast til þess að búið verði að ná bílum af veginum eftir um þrjátíu mínútur. Þá segir hann að þegar unnt verði að opna veginn muni björgunarsveitir framkvæma svokallaðan fylgdarakstur enda er enn hvasst á svæðinu, um nítján metrar á sekúndu. Hann segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að stórar rútur muni keyra veginn frá Bláa lóninu í svo miklu hvassviðri enda séu rútubílstjórar almennt öllu vanir. Veltir fyrir sér hvort öllum brögðum sé beitt Ásgeir varpaði fram þeirri spurningu hvort Vegagerðin reri að því öllum árum að ryðja Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg til þess að fólk missi ekki af sínu flugi. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ferðamennirnir komist til Reykjavíkur áður en flogið verður enda þurfi þeir að pakka og þess háttar. Hann segist þó ekki fullyrða neitt um það að Vegagerðin sé ekki að nota öll sín tæki og tól til að bjarga málunum. Arnar Steinn tekur undir með Ásgeiri og segir mikilvægt að halda Reykjanesbrautinni opinni enda sé flug frá Keflavík enn á áætlun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Grindavík Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira