„Óveður af verri gerðinni“ og jafnvel rauð viðvörun strax á mánudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2022 15:36 Frá óveðrinu 7. febrúar þegar rauð viðvörun var sett á. Vísir/vilhelm Veður er víða tekið að versna verulega en gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fyrir landið vestan og suðvestanvert frá því um hádegi og um landið suðaustanvert seinni partinn. „Það verður verst syðst á landinu með suðurströndinni, þar verður bæði snjókoma með köflum og svo mjög mikill vindur, 23-28 m/s í meðalvindi. Þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir í kvöld og fram á morgundaginn,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Færð er þegar tekin að spillast en veginum frá Skógum að Vík í Mýrdal hefur verið lokað vegna veðurs og þá hefur veginum frá Markarfljóti að Vík einnig verið lokað. Óvissustig er á báðum vegum til klukkan sex síðdegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitur á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi verið kallaðar út það sem af er degi til að losa fasta bíla vegna ófærðar. Stutt stund milli stríða Veðrið gangi að mestu niður seinni part á morgun en á mánudag er svo jafnvel útlit fyrir svipað óveður og 7. febrúar, og rauð viðvörun mögulega í kortunum. „Næsta lægð nálgast okkur síðan óðfluga síðdegis á mánudaginn og þá hvessir ört og þá er útlit fyrir óveður af verri gerðinni á landinu á mánudagskvöldið og aðfaranótt þriðjudags,“ segir Teitur. „Eins og spáin er núna virðist það slaga í að verða jafnvont og veðrið sem var 7. febrúar síðastliðinn. En við fylgjumst vel með spánum sem verða nákvæmari eftir því sem nær dregur og setjum út viðvaranir við hæfi.“ Þannig að það gæti stefnt í rauða viðvörun? „Hún verður væntanlega annað hvort appelsínugul eða rauð, það kemur í ljós þegar spárnar skýrast betur.“ Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
„Það verður verst syðst á landinu með suðurströndinni, þar verður bæði snjókoma með köflum og svo mjög mikill vindur, 23-28 m/s í meðalvindi. Þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir í kvöld og fram á morgundaginn,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Færð er þegar tekin að spillast en veginum frá Skógum að Vík í Mýrdal hefur verið lokað vegna veðurs og þá hefur veginum frá Markarfljóti að Vík einnig verið lokað. Óvissustig er á báðum vegum til klukkan sex síðdegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitur á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi verið kallaðar út það sem af er degi til að losa fasta bíla vegna ófærðar. Stutt stund milli stríða Veðrið gangi að mestu niður seinni part á morgun en á mánudag er svo jafnvel útlit fyrir svipað óveður og 7. febrúar, og rauð viðvörun mögulega í kortunum. „Næsta lægð nálgast okkur síðan óðfluga síðdegis á mánudaginn og þá hvessir ört og þá er útlit fyrir óveður af verri gerðinni á landinu á mánudagskvöldið og aðfaranótt þriðjudags,“ segir Teitur. „Eins og spáin er núna virðist það slaga í að verða jafnvont og veðrið sem var 7. febrúar síðastliðinn. En við fylgjumst vel með spánum sem verða nákvæmari eftir því sem nær dregur og setjum út viðvaranir við hæfi.“ Þannig að það gæti stefnt í rauða viðvörun? „Hún verður væntanlega annað hvort appelsínugul eða rauð, það kemur í ljós þegar spárnar skýrast betur.“
Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira