Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 14:29 Íbúar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps munu meðal annarra kjósa um sameiningu. Vísir/Vilhelm Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa. Kjörstaðir hafa nú opnað í sex sveitarfélögum sem kjósa um þrjár mismunandi sameiningar. Það eru Blönduósbær og Húnavatnshreppur sem kjósa um að sameinast, Eyja- og Miklaholtshreppur kýs um sameiningu við Snæfellsbæ og loks eru það Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður sem gætu orðið sameinuð í eitt á næstunni ef íbúar kjósa með því í dag. Hrefna Jóhannesdóttir er oddviti í Akrahreppi þar sem búa um 200 manns. Hún segir það afar rökrétta þróun fyrir svo lítið sveitarfélag að sameinast stærri sveitarfélagi eins og Skagafirði þar sem búa um fjögur þúsund manns. „Vegna þess að hlutverk sveitarfélaga hefur náttúrulega breyst mjög mikið á undanförnum árum og áratug jafnvel. Það er búið að færa mjög mörg stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og þá er einfaldara og meira hagræði í því að vinna þetta bara saman, hreinlega,“ segir Hrefna. Hún er vongóð um að íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki sameininguna í dag. „Hér vinnum við alveg þvers og kruss yfir landamærin, ef svo má segja, og öll menningarstarfsemi, kórastarf til dæmis og ýmiskonar félagastarfsemi hún er líka alveg þvers og kruss yfir vötnin,“ segir Hrefna. Íbúar beggja sveitarfélaga líti því einfaldlega á sig sem Skagfirðinga. „Við tölum líka alltaf um okkur sem Skagfirðinga. Ég kalla mig til að mynda ekki Akrahrepping. Ég er fyrst og fremst Skagfirðingur, þannig að ég held að þetta sé nú skref í rétta átt fyrir okkur. Að hætta bara að hugsa um okkur sem þið og við, heldur sem eina heild og vinna að okkar hagsmunum saman,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi. Niðurstaða úr kosningum allra sveitarfélaganna má vænta seint í kvöld, líklega ekki fyrr en nokkuð eftir 10. Sveitarstjórnarmál Blönduós Húnavatnshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Kjörstaðir hafa nú opnað í sex sveitarfélögum sem kjósa um þrjár mismunandi sameiningar. Það eru Blönduósbær og Húnavatnshreppur sem kjósa um að sameinast, Eyja- og Miklaholtshreppur kýs um sameiningu við Snæfellsbæ og loks eru það Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður sem gætu orðið sameinuð í eitt á næstunni ef íbúar kjósa með því í dag. Hrefna Jóhannesdóttir er oddviti í Akrahreppi þar sem búa um 200 manns. Hún segir það afar rökrétta þróun fyrir svo lítið sveitarfélag að sameinast stærri sveitarfélagi eins og Skagafirði þar sem búa um fjögur þúsund manns. „Vegna þess að hlutverk sveitarfélaga hefur náttúrulega breyst mjög mikið á undanförnum árum og áratug jafnvel. Það er búið að færa mjög mörg stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og þá er einfaldara og meira hagræði í því að vinna þetta bara saman, hreinlega,“ segir Hrefna. Hún er vongóð um að íbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki sameininguna í dag. „Hér vinnum við alveg þvers og kruss yfir landamærin, ef svo má segja, og öll menningarstarfsemi, kórastarf til dæmis og ýmiskonar félagastarfsemi hún er líka alveg þvers og kruss yfir vötnin,“ segir Hrefna. Íbúar beggja sveitarfélaga líti því einfaldlega á sig sem Skagfirðinga. „Við tölum líka alltaf um okkur sem Skagfirðinga. Ég kalla mig til að mynda ekki Akrahrepping. Ég er fyrst og fremst Skagfirðingur, þannig að ég held að þetta sé nú skref í rétta átt fyrir okkur. Að hætta bara að hugsa um okkur sem þið og við, heldur sem eina heild og vinna að okkar hagsmunum saman,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi. Niðurstaða úr kosningum allra sveitarfélaganna má vænta seint í kvöld, líklega ekki fyrr en nokkuð eftir 10.
Sveitarstjórnarmál Blönduós Húnavatnshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði