Fótbolti

Juventus þurfti að sætta sig við jafntefli í nágrannaslagnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Andrea Belotti skoraði jöfnunarmark Torino í kvöld.
Andrea Belotti skoraði jöfnunarmark Torino í kvöld. Stefano Guidi/Getty Images

Juventus og Torino skildu jöfn er liðin mættust í nágrannaslag í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en þetta var þriðja jafntefli Juventus í seinustu fjórum deildarleikjum.

Matthijs De Ligt kom heimamönnum í Juventus yfir strax á 13. mínútu þegar hann stýrði hornspyrnu Juan Cuadrado í netið með góðum skalla.

Gestirnir í Torino voru hættulegri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en tókst ekki að finna jöfnunarmark fyrir hlé og því var staðan 1-0, Juventus í vil, þegar gengið var til búningsherbergja.

Andrea Belotti jafnaði loks metin fyrir Torino eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann tók fyrirgjöf frá Josip Brekalo á lofti og setti boltann í netið.

Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Juventus situr í fjórða sæti deildarinnar með 47 sytig eftir 26 leiki og er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið hefur þo leikið tveimur leikjum meira en Atalanta sem situr sæti fyrir neðan þá með þremur stigum minna.

Torino situr hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 25 leiki.

Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×